Aðdragandi slita kosningamál

Formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittu forseta ...
Formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittu forseta þingsins í gærdag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin?

„Það er mikilvægt að mál sem verða til þess að ríkisstjórnin springur, þ.e.a.s. mál er snerta þolendur kynferðisofbeldis, verði til umræðu. Að mínu mati er mikilvægt að þessi mikla atburðarás leiði til þess að hér skapist raunveruleg viðhorfsbreyting í garð þessa málaflokks og að hann komist inn í pólitíska umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og bætir við að skarpar víglínur hafi myndast þann stutta tíma sem ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat við völd.

„Ríkisstjórnin stóð ekki við væntingar um að ráðast ætti í raunverulega uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðarkerfi,“ segir Katrín og heldur áfram: „Nú þegar hvergi hefur verið sótt fram á þessum sviðum vil ég einmitt meina að þessi mál verði einnig ofan á. [...] Við viljum sjá breytingu á ríkisstjórnarstefnu og félagshyggjustjórn að loknum kosningum.“

Klára Evópusambandsmálið

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningamálið verði barátta fyrir mannsæmandi lífi fyrir alla Íslendinga, betra velferðarkerfi og félagslegur stöðugleiki. „Það þarf líka að leggja mikla áherslu á að mæta framtíðinni með kraftmiklu menntakerfi. Síðan eru réttlætismál eins og að þjóðin fái að greiða atkvæði um áframhaldandi viðræður við ESB, það þarf að hnika stjórnarskránni áfram og síðan verða kosningarnar að fá að snúast um raunverulega ástæðu fyrir því að önnur ríkisstjórnin á einu ári fellur. Þjóðin þarf að ræða mál eins og heiðarleika og gegnsæi, annars komumst við aldrei út úr þessu vantrausti sem nú ríkir á milli þjóðarinnar og Alþingis,“ segir Logi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir kosningarnar m.a. munu snúast um aukinn stuðning við þá sem verst hafa það í samfélaginu. „Mál eins og að aldraðir geti verið úti á vinnumarkaði og tekið virkan þátt í samfélaginu,“ segir hann og bætir við að einnig verði áhersla lögð á heilbrigðismál, menntamál. „Ég held það verði einnig rætt um ferðaþjónustuna og náttúruna sem orðið hefur fyrir miklum áhrifum af þessari stærstu atvinnugrein okkar,“ segir hann og bendir á að brýnt sé að ferðaþjónustan verði sjálfbær. „Þegar nær dregur kosningum skýrast línur enn frekar og áherslan færist yfir á fáein mál,“ segir hann.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir aðdraganda og ástæðu stjórnarslita hljóta að verða stórt kosningamál. „Í ljósi þessi að við vorum að slíta stjórnarstarfi, rétt fyrir helgi, út af grunnprinsippmálum um vinnubrögð og gagnsæi, þá er það mjög ofarlega í huga.“

Þá segjast Píratar vera að vinna í sínum helstu stefnumálum um þessar mundir og verða þau kynnt á næstu dögum í endanlegri mynd.

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, formaður Flokks fólksins, næði samkvæmt könnunum mönnum inn á þing. Hún segir flokkinn berjast fyrir almannahag. „Við viljum útrýma fátækt. Hún er þjóðarskömm. Við viljum taka til hendinni í sambandi við húsnæðismál, afnema frítekjumarkið með öllu og verðtryggingu og okurvexti auk þess að við viljum gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.“

Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, við gerð fréttar.

Innlent »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...