Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

Séð af Strandgötunni í Hafnarfirði yfir á Fornubúðir þar sem ...
Séð af Strandgötunni í Hafnarfirði yfir á Fornubúðir þar sem húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun á að rísa á næstu fimmtán mánuðum á hafnarsvæðinu. Tölvumyndir/Batteríið Arkitektar ehf.

Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt.

Bygging hússins var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag, en Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda meirihluta í bæjarfélaginu.

Það er Fornubúðir eignarhaldsfélag sem byggir húsið og leigir Hafrannsóknastofnun til 25 ára. Jón Rúnar Halldórsson, forsvarsmaður félagsins, segir mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að fá þennan stóra vinnustað í bæinn og um leið eina af undirstöðustofnunum samfélagsins.

Eins og um samsetta röð minni bygginga sé að ræða

Hafrannsóknastofnun kom að þarfagreiningu og fyrirkomulagi í húsnæðinu, sem er fimm hæða hátt og tengist eldri skemmu þar sem verður aðstaða fyrir útgerð rannsóknaskipa. Í útboðslýsingu var reiknað með 112 starfsmönnum í húsinu, en eftir því sem verkefnið þróaðist var á endanum miðað við 140 störf.

Batteríið Arkitektar ehf. hanna húsið og í greinargerð deiliskipulags fyrir Fornubúðir 5 segir meðal annars að útlit byggingar að höfninni skuli vera brotið upp eins og um samsetta röð minni bygginga sé að ræða. Hver húshluti skuli að hámarki vera 15 metra breiður og í mismunandi meginlit. Jarðhæðin að höfninni skeri sig þó frá efri hæðum í lit. Við val á litum hafi arkitektar horft til nokkurra bygginga við höfnina sem eru í jarðlitum og tóna vel við þekkta litanotkun víða í bænum, einkum í gamla bænum.

Fordæmisgefandi bygging

Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og VG á fundi skipulags- og byggingarráðs á þriðjudag kemur fram að fulltrúar minnihlutans styðja komu Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfjörð, en geti ekki samþykkt þessa nýja tillögu.

„Byggingin verður fordæmisgefandi fyrir hafnarsvæðið. Auk þess verður að hafa í huga að enn á eftir að fara í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Það er alveg ljóst að mál Fornubúðar 5 verður að taka eitthvert tillit til framtíðarskipulags Flensborgarhafnar. Nýja deiliskipulagið segir einungis til um hámark byggingarmagns en ekki hvernig eigi að fullnýta byggingarreitinn.

Minnihlutinn leggur til að ný tillaga verði unnin sem tekur mið af fyrirliggjandi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar. Í henni segir að þar skuli byggja „Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“. Auk þess er kveðið á um að byggingarmagn og hæð nýrrar byggðar á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð,“ segir í bókun minnihlutans.

Óskiljanleg afstaða

Í bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks segir meðal annars: „Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks minna á að í öllum ferli skipulagsins hafa fulltrúar minnihlutans í skipulags- og byggingarráði tekið þátt í umræðum og ákvarðanatöku um skipulag Fornubúða 5 án athugasemda og er því þessi afstaða þeirra í árslöngu ferli um skipulag Flensborgarhafnar óskiljanleg.

Þegar verið að er að breyta deiliskipulagi – svo koma megi fyrir frekara byggingarmagni er mikilvægt að horfa til framtíðar og eins heildstætt og hægt er. Fyrstu skrefin í frekari uppbyggingu fyrir höfnina liggja í lýsingu fyrir Flensborgarhöfn og væntingar okkar kjörna fulltrúa eru því miklar um að vel takist til með uppbyggingu á höfninni í heild sinni, enda er höfnin mikilvæg í sjálfsmynd Hafnfirðinga.

Hér eru tekin fyrstu skref í þessari uppbyggingu með tilkomu Hafrannsóknastofnunar, þar sem áhersla á uppbrot, opnar götuhliðar og uppbyggingu við hafnarmannvirki haldast í hendur.“

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...