Fækkun á leikskólum

Flottir krakkar að bíða eftir strætó í sumar.
Flottir krakkar að bíða eftir strætó í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Alls störfuðu 5.907 í leikskólum í desember 2016 og hafði fækkað um 59 (-1,0%) frá fyrra ári en stöðugildum fækkaði um 68 (-1,3%).

Í desember 2016 voru 254 leikskólar starfandi og hafði fjölgað um þrjá frá árinu áður. Sveitarfélögin ráku 213 leikskóla og fækkaði þeim um fjóra frá fyrra ári en 41 leikskóli var rekinn af öðrum aðilum, sjö fleiri en árið áður. Flestir voru leikskólarnir árið 2009, þegar 282 leikskólar störfuðu á landinu.

Ófaglærðir eru rúmlega helmingur starfsfólks

Í desember 2016 störfuðu 1.729 leikskólakennarar í leikskólum á Íslandi, eða 31,9% starfsmanna við uppeldi og menntun barna, og hefur fækkað um 231 frá árinu 2013 þegar þeir voru flestir. Starfsmenn sem hafa lokið annarri uppeldismenntun, s.s. grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi voru 857 talsins. Ófaglærðir starfsmenn voru rúmlega helmingur (52,3%) starfsmanna við uppeldi og menntun leikskólabarna í desember 2016, hlutfallslega lítið eitt fleiri en árið áður.

Starfsmannavelta hefur aukist úr 25,4% í 26,5% á milli ára sé horft til starfa við uppeldi og menntun. Eru þá bornir saman starfsmenn í leikskólum 1. desember 2015 og á sama tíma árið 2016. Veltan er þó aðeins minni hjá leikskólakennurum árið 2016, eða 12,2% á móti 12,9% ári áður. Á hinn bóginn hefur starfsmannavelta aukist meðal annarra starfsmanna með uppeldismenntun (úr 26,3% í 30,9%) og ófaglærðra starfsmanna við uppeldi og menntun barna (úr 33,6% í 34,0%).

Körlum fækkar meðal starfsmanna og færri börn fá sérstakan stuðning

Karlkyns starfsmönnum í leikskólum fjölgaði ár frá ári frá 2009 til 2014, þegar þeir voru 6,4% starfsmanna. Þeim hefur hins vegar fækkað sl. tvö ár og voru 338 talsins í desember 2016, 5,7% starfsmanna.

Í desember 2016 nutu 1.857 börn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, eða 9,7% leikskólabarna. Börnum sem njóta stuðnings fækkaði um 122 (-6,2%) frá fyrra ári eftir mikla fjölgun frá árinu 2013 þegar 1.200 börn nutu stuðnings. Eins og undanfarin ár eru mun fleiri drengir í þessum hópi og nutu 1.200 drengir og 657 stúlkur stuðnings árið 2016.

Börn með erlent móðurmál voru 2.410 í desember 2016 og fækkaði um 25 frá fyrra ári, um 1,0%. Hlutfall barna með erlent móðurmál er þó það sama og í desember 2015, 12,6% leikskólabarna. Börnum með erlent móðurmál fækkaði síðast á milli áranna 2007 og 2008 en hefur fjölgað ár frá ári síðan þá. Pólska er algengasta erlenda móðurmál leikskólabarna eins og undanfarin ár, og höfðu 933 börn pólsku að móðurmáli í desember 2016. Næstflest börn hafa ensku að móðurmáli (233 börn) og því næst koma spænska (107 börn) og filippseysk mál (105 börn).

Í desember 2016 voru 1.206 börn í leikskólum landsins með erlent ríkisfang, 6,3% leikskólabarna. Börnum með erlent ríkisfang fjölgaði um 41 (3,5%) frá fyrra ári og hefur fjölgað ár frá ári frá 2001, þegar þessum upplýsingum var fyrst safnað, að undanskildum árunum 2014–2015 þegar þeim fækkaði um 69.

mbl.is

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Ukulele
...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...