Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar ...
Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. Karladeildin sem reist var um 1950 var í sams konar byggingu vestan við kvennadeildina. Karladeildin var rifin fyrir nokkrum árum og rústirnar eru þaktar svartri möl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis.

Að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, uppfylltu þeir ekki skilyrðin sem eru þau að hafa verið vistaður sem barn á Kópavogshæli eða að vera á lífi.  

„Lögin eru þannig úr garði gerð að það er bara hægt að greiða bætur til þeirra sem voru vistaðir á meðan þeir voru á barnsaldri. Þetta er ákveðinn galli á lögunum en þau voru samin á sínum tíma til þess að uppfylla annað hlutverk. Þau henta ekki að öllu leyti Kópavogshæli þar sem voru vistuð börn og fullorðnir saman,“ greinir hann frá. 

Halldór Þormar vildi ekki gefa upp hversu margir af þessum fjórum sem fengu ekki sáttaboð eru enn á lífi en skyldmenni þess eða þeirra sem eru látnir sóttu um fyrir þeirra hönd.

Vistheimilanefnd greindi frá skýrslu sinni um Kópavogshæli í febrúar síðstliðnunm.
Vistheimilanefnd greindi frá skýrslu sinni um Kópavogshæli í febrúar síðstliðnunm. mbl.is/Golli

Tveir drógu umsóknina til baka

Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Halldór Þormar kveðst ekki hafa skýringu á því hvers vegna þeir tóku þá ákvörðun.

Alls hafa 79 sótt um sanngirnisbætur en ekki 78 eins og stjórnvöld greindu upphaflega frá og sendi sýslumaður út sáttaboð til 75 einstaklinga.

Umsóknarfresturinn er opinn í tvö ár og því geta fleiri sótt um bætur. Samkvæmt upplýsingum Halldórs Þormars uppfylla 89 manns skilyrðin fyrir sanngirnisbótum að einhverju leyti. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila, greindi frá því í samtali við mbl.is fyrr í mánuðinum að þeir sem ekki hafa enn sótt um hafi verið í skammtímavistun og því sé eðlilegt að þeir leggi ekki inn umsókn um bætur.

Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem hafa sótt um sannirnisbætur. ...
Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem hafa sótt um sannirnisbætur. Hann var þriggja ára þegar hann var vistaður á Kópavogshæli sem átti eftir að vera heimili hans næstu 22 árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu svörin þegar komin 

Halldór Þormar segist ekki vita annað en að bréfin um sáttaboð séu flest ef ekki öll komin á áfangastað. Fyrstu svörin eru jafnframt komin til baka til sýslumanns en samþykkja þarf sáttaboðið og senda bréf þess efnis til baka.

„Ef viðkomandi er ekki sáttur við fjárhæðina sem er í boði getur hann vísað því til úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur. Málsmeðferðin á bak við vinnu úrskurðarnefndarinnar er miklu flóknari,” segir hann og bendir á að sú vinna myndi taka nokkurn tíma.

Alls nema bæt­urn­ar um 460 millj­ón­um króna sem rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að greiða út á næstu þrem­ur árum. Um helm­ing­ur fyrr­ver­andi vist­manna Kópa­vogs­hæl­is sem sótti um sann­girn­is­bæt­ur vegna meðferðar sinn­ar fær greidd­ar full­ar bæt­ur, eða 7,8 millj­ón­ir króna, vísi­tölu­tryggt.

mbl.is

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...