Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð ...
Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð og hópurinn heimsótti. Myndin var tekin um síðustu helgi og kindurnar eru því í sumarull, en þær voru rúnar í lok febrúar.

Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim.

„Þegar feldfé er valið til ræktunar er hárafarið á kindinni fyrst skoðað og gengið úr skugga um að það sé eins fullkomið og hægt er. Því næst er mýkt og fegurð togháranna skoðuð og að lokum vaxtarlag, eða kjötið, sem er aukaafurð. Þetta er ólíkt því sem við höfum vanist hér á Íslandi; þar hefur kjötið verið í forgangi í sauðfjárrækt og ullin nýtt í spuna en ekki lögð nægjanleg ræktun í skinnin,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, feldfjárræktandi og bóndi á bænum Þykkvabæjarklaustri, en hún skellti sér ásamt nokkrum öðrum Íslendingum í sumar til Svíþjóðar og Danmerkur og heimsótti þar feldfjárræktendur.

„Við heimsóttum hina dönsku Anne Hjelm sem er ein aðalmanneskjan hjá feldfjársamtökunum í Danmörku. Hún er með 43 fullorðnar feldfjárkindur, en algengt er að feldfjárbúin séu einungis með tíu til þrjátíu kindur. Í Svíþjóð heimsóttum við svo íslenska feldfjárræktarkonu, Kristínu Halldórsdóttur, sem býr í Smálöndunum. Það var virkilega gaman og afar gefandi, munaði svo miklu að hafa Kristínu sem túlk af því hún þekkti það sem var verið að fjalla um. Hún lifir og hrærist í þessu og gat útskýrt vel fyrir okkur og skildi spurningarnar okkar.“

Hálf milljón borguð fyrir ásetningshrúta

Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb ...
Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb úr eigin ræktun sem er feldfjárblendingur.


Kristín sá líka um að túlka fyrir þau í Íslendingahópnum sem fóru á námskeið í feldfjárrækt hjá sænskum ríkisdómara, eftir að hafa fylgst með honum meta lömbin á búi Kristínar.

„Hann fræddi okkur um ræktun á Gotlandsfénu sem Kristín ræktar og þá einstöku feldeiginleika sem það fé hefur. Ríkisdómari er sá sem dæmir féð þegar búið er að velja það besta úr úrvali sænsku hrútlambanna. Hvert lamb hefur farið í gegnum nokkra dóma þegar það kemur fyrir ríkisdómara og að lokum finna ríkisdómararnir bestu einstaklingana af öllu svæðinu til undaneldis. Einstaklingur er bæði metinn áður en hann hefur verið klipptur og eftir að ullin hefur vaxið aftur. Skinnið þarf að vera alveg gallalaust að sjá á lifandi kindinni. Í Danmörku er verið að selja ásetningshrúta á uppboði á hálfa milljón, þetta er eins og stóðhestar á Íslandi þegar gæðin eru orðin svona mikil og hrúturinn efnilegur.“

Víkingarnir komu með Gotlandsfé með sér hingað til Íslands

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð (önnur t.v).


Kristbjörg segir að feldfjárrækt sé nokkuð sérstök, því bændur hafi þar meira út úr skinnum fjárins en kjötinu.

„Fyrir vikið er áherslan í ræktuninni öll á skinnin, að þau verði sem fallegust þegar búið er að klippa þau og súta. Þar er mýkt og fegurð aðalmálið, en þessar gærur eru notaðar í allt mögulegt; fatnað, húsgögn, púða, teppi, kerrupoka fyrir börn og hvers konar gæruvöru. Einnig eru þær notaðar heilar til að leggja hvar sem fólki hentar, á gólf, rúm, sófa eða stóla.“

Kristbjörg segir að feldféð í Danmörku og Svíþjóð sé annars konar fé en það sem hún ræktar hér á Íslandi.

„Féð sem víkingarnir komu upphaflega með til Íslands var sumt Gotlandsfé af norrænum slóðum og það er talið að íslenska sauðféð sé að hluta til komið út af þessum sama stofni. Íslenska féð er að mörgu leyti ekkert ólíkt þessu feldfé sem við sáum í heimsókn okkar í Danmörku og Svíþjóð. Það er kennt við Gotlandseyjar og kallað pelsfé, en vagga feldfjár er á Gotlandseyjum.“

Reyna að seinka vexti á þeli

Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá ...
Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá Anne Hjelm fjárbónda sem hópurinn heimsótti.


Kristbjörg segir allt feldfé vera grátt og pelsféð sem þau hafi skoðað úti hafi gljáandi, silkimjúkt og hrokkið tog en nánast enga undirull eða þel. „Vissulega er þel í vetrarull þessa feldfjár, en það hefur fram yfir íslenska féð að þelið vex miklu seinna. Það sem við erum að reyna að gera hér heima er að leggja áherslu á mýkt togháranna og að þau séu hrokkin. Togið á íslenska feldfénu er fallegt en þelið verður alltaf til staðar. Við erum að reyna í okkar ræktun að seinka vextinum á þelinu. Þegar lamb fæðist er það einvörðungu með toghár, en það vex fram yfir sumarið og þegar fer að líða á haustið og að kólna byrja þelhárin að vaxa. Við reynum semsagt að fá gærur úr okkar ræktun með sem minnstu þeli.“

Þegar Kristbjörg er spurð hvort lausnin sé ekki að farga lömbunum fyrr, áður en þelið fer að vaxa, segir hún það ekki vera. „Það er ekki æskilegt því þá fáum við minna kjöt af skepnunni, auk þess sem féð er á afrétt og ekki smalað fyrr en að hausti. Góð ræktun byggist á markvissu ræktunarstarfi í feldfjárrækt líkt og annarri ræktun.“

En hvaða leiðir eru til að seinka þelvextinum?

„Með því að skoða feldinn á lömbunum á haustin með tilliti til þess hvernig þelið vex og meta þannig hárgæði lambsins. Við setjum á til lífs þau lömb sem sýna bestu feldeiginleikana, það á að skila sér áfram í undaneldinu.“

Fólk getur komið og valið af hvaða kind það kaupir ullina

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð.


Kristbjörg hefur ræktað feldfé undanfarin sjö ár, hún fékk fyrstu fimm gimbrarnar og einn hrút árið 2010.

„Ég vissi ekkert út á hvað feldfjárrækt gekk þegar ég byrjaði, en síðustu þrjú til fjögur árin hef ég loksins skilið almennilega hvað ég er að gera, því þetta eru heilmikil fræði. Ég fór af stað í feldfjárræktina af því ég hef alltaf verið svo hrifin af gráum kindum, en þekkingin kemur smátt og smátt með forvitninni, fróðleiksfýsn og því að vilja skilja,“ segir Kristbjörg og bætir við að feldfjárskoðun verði í Meðallandinu á morgun, föstudaginn 22. september.

„Við feldfjárræktendur vorum með í uppskeruhátíð í Skaftárhreppi síðustu helgina í október í fyrra og seldum þar ull beint af kind. Handverksfólk getur komið og nýtt sér þá nýjung þegar hún verður aftur í boði á svipuðum tíma núna í haust. Þá getur það valið af hvaða kind það vill kaupa ull. Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra og það mæltist vel fyrir, þá sá Heiða Guðný fjalldalabóndi um að rýja fyrir okkur á staðnum.“

Innlent »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...