Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð ...
Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð og hópurinn heimsótti. Myndin var tekin um síðustu helgi og kindurnar eru því í sumarull, en þær voru rúnar í lok febrúar.

Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim.

„Þegar feldfé er valið til ræktunar er hárafarið á kindinni fyrst skoðað og gengið úr skugga um að það sé eins fullkomið og hægt er. Því næst er mýkt og fegurð togháranna skoðuð og að lokum vaxtarlag, eða kjötið, sem er aukaafurð. Þetta er ólíkt því sem við höfum vanist hér á Íslandi; þar hefur kjötið verið í forgangi í sauðfjárrækt og ullin nýtt í spuna en ekki lögð nægjanleg ræktun í skinnin,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, feldfjárræktandi og bóndi á bænum Þykkvabæjarklaustri, en hún skellti sér ásamt nokkrum öðrum Íslendingum í sumar til Svíþjóðar og Danmerkur og heimsótti þar feldfjárræktendur.

„Við heimsóttum hina dönsku Anne Hjelm sem er ein aðalmanneskjan hjá feldfjársamtökunum í Danmörku. Hún er með 43 fullorðnar feldfjárkindur, en algengt er að feldfjárbúin séu einungis með tíu til þrjátíu kindur. Í Svíþjóð heimsóttum við svo íslenska feldfjárræktarkonu, Kristínu Halldórsdóttur, sem býr í Smálöndunum. Það var virkilega gaman og afar gefandi, munaði svo miklu að hafa Kristínu sem túlk af því hún þekkti það sem var verið að fjalla um. Hún lifir og hrærist í þessu og gat útskýrt vel fyrir okkur og skildi spurningarnar okkar.“

Hálf milljón borguð fyrir ásetningshrúta

Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb ...
Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb úr eigin ræktun sem er feldfjárblendingur.


Kristín sá líka um að túlka fyrir þau í Íslendingahópnum sem fóru á námskeið í feldfjárrækt hjá sænskum ríkisdómara, eftir að hafa fylgst með honum meta lömbin á búi Kristínar.

„Hann fræddi okkur um ræktun á Gotlandsfénu sem Kristín ræktar og þá einstöku feldeiginleika sem það fé hefur. Ríkisdómari er sá sem dæmir féð þegar búið er að velja það besta úr úrvali sænsku hrútlambanna. Hvert lamb hefur farið í gegnum nokkra dóma þegar það kemur fyrir ríkisdómara og að lokum finna ríkisdómararnir bestu einstaklingana af öllu svæðinu til undaneldis. Einstaklingur er bæði metinn áður en hann hefur verið klipptur og eftir að ullin hefur vaxið aftur. Skinnið þarf að vera alveg gallalaust að sjá á lifandi kindinni. Í Danmörku er verið að selja ásetningshrúta á uppboði á hálfa milljón, þetta er eins og stóðhestar á Íslandi þegar gæðin eru orðin svona mikil og hrúturinn efnilegur.“

Víkingarnir komu með Gotlandsfé með sér hingað til Íslands

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð (önnur t.v).


Kristbjörg segir að feldfjárrækt sé nokkuð sérstök, því bændur hafi þar meira út úr skinnum fjárins en kjötinu.

„Fyrir vikið er áherslan í ræktuninni öll á skinnin, að þau verði sem fallegust þegar búið er að klippa þau og súta. Þar er mýkt og fegurð aðalmálið, en þessar gærur eru notaðar í allt mögulegt; fatnað, húsgögn, púða, teppi, kerrupoka fyrir börn og hvers konar gæruvöru. Einnig eru þær notaðar heilar til að leggja hvar sem fólki hentar, á gólf, rúm, sófa eða stóla.“

Kristbjörg segir að feldféð í Danmörku og Svíþjóð sé annars konar fé en það sem hún ræktar hér á Íslandi.

„Féð sem víkingarnir komu upphaflega með til Íslands var sumt Gotlandsfé af norrænum slóðum og það er talið að íslenska sauðféð sé að hluta til komið út af þessum sama stofni. Íslenska féð er að mörgu leyti ekkert ólíkt þessu feldfé sem við sáum í heimsókn okkar í Danmörku og Svíþjóð. Það er kennt við Gotlandseyjar og kallað pelsfé, en vagga feldfjár er á Gotlandseyjum.“

Reyna að seinka vexti á þeli

Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá ...
Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá Anne Hjelm fjárbónda sem hópurinn heimsótti.


Kristbjörg segir allt feldfé vera grátt og pelsféð sem þau hafi skoðað úti hafi gljáandi, silkimjúkt og hrokkið tog en nánast enga undirull eða þel. „Vissulega er þel í vetrarull þessa feldfjár, en það hefur fram yfir íslenska féð að þelið vex miklu seinna. Það sem við erum að reyna að gera hér heima er að leggja áherslu á mýkt togháranna og að þau séu hrokkin. Togið á íslenska feldfénu er fallegt en þelið verður alltaf til staðar. Við erum að reyna í okkar ræktun að seinka vextinum á þelinu. Þegar lamb fæðist er það einvörðungu með toghár, en það vex fram yfir sumarið og þegar fer að líða á haustið og að kólna byrja þelhárin að vaxa. Við reynum semsagt að fá gærur úr okkar ræktun með sem minnstu þeli.“

Þegar Kristbjörg er spurð hvort lausnin sé ekki að farga lömbunum fyrr, áður en þelið fer að vaxa, segir hún það ekki vera. „Það er ekki æskilegt því þá fáum við minna kjöt af skepnunni, auk þess sem féð er á afrétt og ekki smalað fyrr en að hausti. Góð ræktun byggist á markvissu ræktunarstarfi í feldfjárrækt líkt og annarri ræktun.“

En hvaða leiðir eru til að seinka þelvextinum?

„Með því að skoða feldinn á lömbunum á haustin með tilliti til þess hvernig þelið vex og meta þannig hárgæði lambsins. Við setjum á til lífs þau lömb sem sýna bestu feldeiginleikana, það á að skila sér áfram í undaneldinu.“

Fólk getur komið og valið af hvaða kind það kaupir ullina

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð.


Kristbjörg hefur ræktað feldfé undanfarin sjö ár, hún fékk fyrstu fimm gimbrarnar og einn hrút árið 2010.

„Ég vissi ekkert út á hvað feldfjárrækt gekk þegar ég byrjaði, en síðustu þrjú til fjögur árin hef ég loksins skilið almennilega hvað ég er að gera, því þetta eru heilmikil fræði. Ég fór af stað í feldfjárræktina af því ég hef alltaf verið svo hrifin af gráum kindum, en þekkingin kemur smátt og smátt með forvitninni, fróðleiksfýsn og því að vilja skilja,“ segir Kristbjörg og bætir við að feldfjárskoðun verði í Meðallandinu á morgun, föstudaginn 22. september.

„Við feldfjárræktendur vorum með í uppskeruhátíð í Skaftárhreppi síðustu helgina í október í fyrra og seldum þar ull beint af kind. Handverksfólk getur komið og nýtt sér þá nýjung þegar hún verður aftur í boði á svipuðum tíma núna í haust. Þá getur það valið af hvaða kind það vill kaupa ull. Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra og það mæltist vel fyrir, þá sá Heiða Guðný fjalldalabóndi um að rýja fyrir okkur á staðnum.“

Innlent »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálf fimm leytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálf tvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...