Hvatt til skimunar og árangur góður

Þeir sem sprautað hafa fíkniefnum í æð eru helsti áhættuhópurinn …
Þeir sem sprautað hafa fíkniefnum í æð eru helsti áhættuhópurinn gagnvart því að smitast af þessum lúmska sjúkdómi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa.

Átak í skimun fyrir sjúkdómnum stendur nú yfir og er fólk í áhættuflokki hvatt til þess að fara í próf, á heilsugæslustöðvum, Landspítala eða annars staðar eftir atvikum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi,  ánægð með átakið og árangurinn en þeir sem hafa sprautað sig með fíkniefnum eru í mestri áhættu fyrir lifrarbólgu C.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert