Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010.

Flugmaðurinn lést 7. mars sl. og tók þá dánarbúið við aðild að dómsmálinu.

Manninum var sagt upp störfum í kjölfar meintra brota á starfsskyldum en hann var sagður hafa verið drukkinn og viðhaft kynferðislega áreitni og ógnandi tilburði í flugi á heimleið frá Kaupmannahöfn eftir að hafa lokið fraktverkefni í Belgíu.

Ferðaðist hann sem almennur farþegi um borð í vél Icelandair.

Starfsráð komst að þeirri niðurstöðu í september að hegðun flugmannsins og framkoma hefði falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og að brotin feldu í sér heimild til handa Icelandair til að víkja manninum úr starfi.

Þá tilkynnti Flugmálastjórn Íslands manninum viku síðar, 7. október 2010, að á grundvelli læknisvottorðs sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum um að maðurinn sýndi einkenni járnofhleðslu, uppfyllti hann ekki kröfur sem gerðar væru til 1. fl. heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna.

Hæstiréttur komst að hins vegar að þeirri niðurstöðu 13. febrúar 2013 að riftunin á ráðningarsamningi flugmannsins hefði verið ólögmæt.

Dóminum þótti ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér með þeim hætti að ekki sæmdi stöðu hans. Þótt sýnt hefði verið fram á að hegðun stefnanda hefði verið óviðeigandi þótti hún ekki hafa verið þess eðlis að réttlætt gæti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi. Hafi stefnda borið að veita stefnanda áminningu ef framganga hans í starfi gaf tilefni til þess áður en honum yrði sagt upp,“ segir í héraðsdóminum sem féll í júní 2016.

Í því máli sem Hæstiréttur dæmdi í dag fór maðurinn fram á greiðslur frá Icelandair sem miðuðu að því að „gera stefnanda sem líkast settan fjárhagslega og ef honum hefði ekki verið vikið ólöglega úr starfi.

Til að svo mætti verða bæri félaginu að greiða bætur sem jafngiltu „fullum launum stefnanda í veikindaforföllum í alls 13 mánuði, frá 1. október 2010 til 31. október 2011 að telja, og bætur er jafngildi óskertri tryggingafjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna, hvoru tveggja í samræmi við kjarasamninga milli FÍA og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011.“

Maðurinn taldi að lýst tjón bæri „í öllum tilvikum að telja sennilega afleiðingu af hinni saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda.

Icelandair byggði kröfu sína um sýknu á því að maðurinn ætti enga fjárkröfu á hendur sér. Var því m.a. mótmælt að Hæstiréttur hefði alfarið hreinsað manninn með þeim hætti að félagið hefði ekki mátt segja honum upp strafi með greiðslu þriggja mánaða uppsagnarfrests. Þá væri það „meginregla í skaðabótarétti að sá sem krefjist bóta með réttmætum hætti eigi ekki að hagnast á tjóni sínu heldur að fá raunverulegt tjón bætt.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í júní að með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar frá 2013 hefði því verið slegið á föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hefðu ekki gilt í umræddri heimferð frá Kaupmannahöfn og maðurinn því engar skyldur borið í henni. Þá hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði neytt áfengis í óhófi. Enn fremur hefði Icelandair aldrei veitt manninum áminningu. Félagið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði um að skilyrði væru til að segja manninum upp.

Þar sem Icelandair mótmælti ekki tölulegum útreikningi kröfu mannsins var hún tekin til greina eins og hún var sett fram og félagið dæmt til að greiða dánarbúi mannsins 68,8 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum og 2 milljónir í málskostað.

mbl.is

Innlent »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Mercedes Benz 350 4matic 2006
Fallegur og vel með farinn station 4x4 ný dekk,bíll í topp standi. Ekinn aðeins ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...