Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010.

Flugmaðurinn lést 7. mars sl. og tók þá dánarbúið við aðild að dómsmálinu.

Manninum var sagt upp störfum í kjölfar meintra brota á starfsskyldum en hann var sagður hafa verið drukkinn og viðhaft kynferðislega áreitni og ógnandi tilburði í flugi á heimleið frá Kaupmannahöfn eftir að hafa lokið fraktverkefni í Belgíu.

Ferðaðist hann sem almennur farþegi um borð í vél Icelandair.

Starfsráð komst að þeirri niðurstöðu í september að hegðun flugmannsins og framkoma hefði falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og að brotin feldu í sér heimild til handa Icelandair til að víkja manninum úr starfi.

Þá tilkynnti Flugmálastjórn Íslands manninum viku síðar, 7. október 2010, að á grundvelli læknisvottorðs sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum um að maðurinn sýndi einkenni járnofhleðslu, uppfyllti hann ekki kröfur sem gerðar væru til 1. fl. heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna.

Hæstiréttur komst að hins vegar að þeirri niðurstöðu 13. febrúar 2013 að riftunin á ráðningarsamningi flugmannsins hefði verið ólögmæt.

Dóminum þótti ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér með þeim hætti að ekki sæmdi stöðu hans. Þótt sýnt hefði verið fram á að hegðun stefnanda hefði verið óviðeigandi þótti hún ekki hafa verið þess eðlis að réttlætt gæti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi. Hafi stefnda borið að veita stefnanda áminningu ef framganga hans í starfi gaf tilefni til þess áður en honum yrði sagt upp,“ segir í héraðsdóminum sem féll í júní 2016.

Í því máli sem Hæstiréttur dæmdi í dag fór maðurinn fram á greiðslur frá Icelandair sem miðuðu að því að „gera stefnanda sem líkast settan fjárhagslega og ef honum hefði ekki verið vikið ólöglega úr starfi.

Til að svo mætti verða bæri félaginu að greiða bætur sem jafngiltu „fullum launum stefnanda í veikindaforföllum í alls 13 mánuði, frá 1. október 2010 til 31. október 2011 að telja, og bætur er jafngildi óskertri tryggingafjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna, hvoru tveggja í samræmi við kjarasamninga milli FÍA og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011.“

Maðurinn taldi að lýst tjón bæri „í öllum tilvikum að telja sennilega afleiðingu af hinni saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda.

Icelandair byggði kröfu sína um sýknu á því að maðurinn ætti enga fjárkröfu á hendur sér. Var því m.a. mótmælt að Hæstiréttur hefði alfarið hreinsað manninn með þeim hætti að félagið hefði ekki mátt segja honum upp strafi með greiðslu þriggja mánaða uppsagnarfrests. Þá væri það „meginregla í skaðabótarétti að sá sem krefjist bóta með réttmætum hætti eigi ekki að hagnast á tjóni sínu heldur að fá raunverulegt tjón bætt.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í júní að með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar frá 2013 hefði því verið slegið á föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hefðu ekki gilt í umræddri heimferð frá Kaupmannahöfn og maðurinn því engar skyldur borið í henni. Þá hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði neytt áfengis í óhófi. Enn fremur hefði Icelandair aldrei veitt manninum áminningu. Félagið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði um að skilyrði væru til að segja manninum upp.

Þar sem Icelandair mótmælti ekki tölulegum útreikningi kröfu mannsins var hún tekin til greina eins og hún var sett fram og félagið dæmt til að greiða dánarbúi mannsins 68,8 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum og 2 milljónir í málskostað.

mbl.is

Innlent »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...