Margrét ráðin til Geðhjálpar

Margrét Marteinsdóttir
Margrét Marteinsdóttir

Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynningar- og viðburðastjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.

Margrét starfaði hjá RÚV í 16 ár. Lengst af á fréttastofu RÚV. Síðustu ár hefur hún  sinnt ýmsum verkefnum. Hún tók meðal annars þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjar og sá um rekstur staðarins fyrsta árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geðhjálp.

Þá hefur Margrét meðal annars skrifað handbók fyrir neytendur um umhverfisvænan lífsstíl. Margrét hefur einnig unnið við umönnun á deild fyrir fólk með heilabilun á hjúkrunarheimilinu Grund. Síðast starfaði Margrét í Kvennaathvarfinu.

Helstu verkefni Margrétar hjá Geðhjálp tengjast kynningarmálum og upplýsingamiðlun. Einnig viðburðastjórnun, fræðslu og úttektum á þjónustu og réttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert