Mjög vætusamt um helgina

Úrkomuspá fyrir laugardaginn.
Úrkomuspá fyrir laugardaginn. Veðurstofa Íslands.

Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Austlæg átt í dag, 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Hægari vindur og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 13 stig. Suðlægari á morgun og víða rigning, þó síst norðaustanlands. Austan og suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning á laugardag, en mikil úrkoma suðaustan til á landinu. Lægir smám saman á sunnudag, en áfram má búast við vætu sunnan- og vestanlands,“ segir enn fremur á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austlæg átt í dag, 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 6 til 13 stig.
Suðaustan 5-13 og víða rigning á morgun, en úrkomulítið NA-lands.

Á föstudag:

Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við SV-ströndina. Bjart með köflum á NA-verðu landinu, annars rigning eða skúrir, einkum sunnan heiða. Hiti 7 til 13 stig. 

Á laugardag:
Austan og suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning, en mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 15 stig. 

Á sunnudag:
Allhvöss sunnanátt með rigningu og síðar skúrum, en léttskýjað NA-lands. Fer að lægja síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. 

Á mánudag:
Suðaustanátt og skúrir S-til á landinu, en víða léttskýjað norðan heiða. Hiti 7 til 13 stig. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustanátt með rigningu og mildu veðri, en þurrt á N- og NA-landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert