Píratar boða til prófkjörs

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mbl.is/Golli

„Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

Píratar hafa tilkynnt að haldin verði prófkjör um land allt fyrir komandi alþingiskosningar. Opnað hefur verið fyrir skráningar á vefsíðu flokksins.

Allir geta boðið sig fram að því gefnu að þeir hafi skráð sig í Pírata. Atkvæðisrétt hafa þeir sem eru búnir að vera skráðir í flokkinn í 30 daga og því geta nýir félagar ekki tekið þátt.

„Nei, því miður. Kosningakerfið okkar hefur alltaf verið þannig og það er bara of stuttur tími til að breyta því. En það eru allir kjörgengir,“ segir Þórhildur Sunna.

Framboðsfrestur rennur út á laugardag klukkan 15 en sama dag hefst kosning og stendur hún í eina viku.

Reykjavíkurkjördæmin verða með sameiginlegt framboð. Í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður lokað prófkjör þar sem aðeins skráðir Píratar í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa atkvæðisrétt. hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert