Segir réttindi í algeru uppnámi

Þúsundir launamanna hafa frá því í sumar óskað eftir að ...
Þúsundir launamanna hafa frá því í sumar óskað eftir að viðbótariðgjald launagreiðenda, sem hækkar í 3 skrefum, fari í séreign. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar.

ASÍ og SA höfðu reiknað með því að leyst yrði úr þessari deilu með frumvarpi fjármálaráðherra á haustþinginu en það var tilbúið sl. vor.

Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir mjög slæmt að þetta skuli dragast svona og nú sé orðið líklegt að ástandið verði óbreytt næstu mánuði.

Rætt í miðstjórn í gær

„Við höfðum fyrirheit fráfarandi ríkisstjórnar og fjármálaráðherrans um að þetta yrði eitt af fyrstu málum á þingi. Nú er þetta orðin fullkomin óvissa vegna þess að ríkisstjórnin er fallin,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá stöðu sem upp er komin. Ræða átti þetta mál í miðstjórn ASÍ í gær.

Eins og fram hefur komið tilkynnti FME í sumar að sjóðfélagar hefðu fullan rétt á að ráðstafa iðgjaldinu til annarra en þess lífeyrissjóðs sem tekur við iðgjaldi þeirra vegna samtryggingar. Því mótmæltu ASÍ og SA. Sjö lífeyrissjóðir starfa á samningssviði ASÍ og SA.

,,Það er alveg ljóst að samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA var það áskilið að þörf væri á því að setja um þetta lög. Nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið upp mjög harða túlkun á þessu og í reynd túlkað þetta með þeim hætti að það sé búið að taka úr höndum Alþýðusambandsins samningsrétt um lífeyrismál,“ segir Gylfi.

Hann gagnrýnir túlkun FME og segir hana ekki ganga upp vegna þess að lögin um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveði á um lágmarkstryggingaverndina. ASÍ og SA hafi frelsi til að semja um lífeyrisréttindi sem eru umfram þau lágmarksréttindi sem lögin fjalla um.

,,Þetta er í sjálfu sér ekki deila um vörslu fjár. Við höfum áhyggjur af því hvernig halda á utan um innheimtuna. Lífeyrissjóður þarf t.d. að vita hvort hann á að innheimta hjá fyrirtækjum sem ekki greiða á gjalddaga 12% eða 15,5%. Það má ekki vera einhver vafi um þetta.“

Gylfi segir að sér sé nokkuð sama um með hvaða hætti frjálsir sjóðir eða aðrir lífeyrissjóðir haga þessum málum. ,,En við teljum okkur ennþá hafa forræði um að semja um með hvaða hætti lífeyrissjóðir á samningssviði Alþýðusambandsins vinna að því sem snýr að réttindum umfram lágmarkið.“

Afleiðingar þess geta orðið miklar að lagasetning er ekki í sjónmáli og ágreiningurinn er óleystur. ,,Nú er ríkisstjórnin fallin og þessi lög verða ekki sett og það er ljóst að það er mjög mikil lagaleg óvissa um málið. Í samningi Alþýðusambandsins um þetta segir að ef ekki næst samkomulag um setningu laga til þess að gera þetta kleift, þá muni iðgjaldið einfaldlega renna til samtryggingar,“ segir Gylfi. ,,Það er því búið að setja þetta mál í algjört uppnám,“ bætir hann við.

Margir gætu staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi

Gylfi segist ekki geta svarað því hér og nú hver niðurstaðan verði. ,,Reyndar gerir túlkun FME það að verkum að mér finnst mjög erfitt fyrir okkur að vera í forsvari fyrir að hún verði við lýði, sem leiðir til þess að fjöldi manns gæti staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi frá sér einfaldlega vegna þess að enginn muni geta fylgst með því hvort [framlagið] er innheimt eða ekki. Það er verið að setja þessi réttindi í algjört uppnám því við megum ekki beita þeim eftirfylgniaðferðum sem kjarasamningur okkar hefur tryggt með mjög góðum árangri.“

Annast innheimtu fyrir aðra

Þorbjörn tekur í sama streng að ágreiningurinn á milli ASÍ og SA annars vegar og FME hins vegar sé með öllu óleystur. Hann snúist í grundvallaratriðum um hvort samtökin á vinnumarkaði geti bundið þessa tilgreindu séreign við samtryggingarsjóð með kjarasamningi. ,,Það eru auðvitað minni líkur á því núna að frumvarp komi fram í haust til afgreiðslu,“ segir hann.

Eins og staðan er í dag séu samtryggingarsjóðirnir að verða hálfgerðir innheimtuaðilar fyrir einhverja aðra vörsluaðila.

Mega flytja séreign

» Einstaklingum á almenna markaðinum er heimilt að ráðstafa að hluta eða fullu auknu framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóði í tilgreinda séreign.


» Fjármálaeftirlitið segir að sjóðfélagar ráði sjálfir í hvaða séreignarsjóð þeir vilja ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi.


» SA og ASÍ eru ósátt við þessa túlkun og hafa gengið út frá að greitt verði úr deilunni með stjórnarfrumvarpi í haust, sem samkomulag hafi náðst um við stjórnvöld.

Innlent »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Þurrkari
...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...