Segir réttindi í algeru uppnámi

Þúsundir launamanna hafa frá því í sumar óskað eftir að ...
Þúsundir launamanna hafa frá því í sumar óskað eftir að viðbótariðgjald launagreiðenda, sem hækkar í 3 skrefum, fari í séreign. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar.

ASÍ og SA höfðu reiknað með því að leyst yrði úr þessari deilu með frumvarpi fjármálaráðherra á haustþinginu en það var tilbúið sl. vor.

Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir mjög slæmt að þetta skuli dragast svona og nú sé orðið líklegt að ástandið verði óbreytt næstu mánuði.

Rætt í miðstjórn í gær

„Við höfðum fyrirheit fráfarandi ríkisstjórnar og fjármálaráðherrans um að þetta yrði eitt af fyrstu málum á þingi. Nú er þetta orðin fullkomin óvissa vegna þess að ríkisstjórnin er fallin,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá stöðu sem upp er komin. Ræða átti þetta mál í miðstjórn ASÍ í gær.

Eins og fram hefur komið tilkynnti FME í sumar að sjóðfélagar hefðu fullan rétt á að ráðstafa iðgjaldinu til annarra en þess lífeyrissjóðs sem tekur við iðgjaldi þeirra vegna samtryggingar. Því mótmæltu ASÍ og SA. Sjö lífeyrissjóðir starfa á samningssviði ASÍ og SA.

,,Það er alveg ljóst að samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA var það áskilið að þörf væri á því að setja um þetta lög. Nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið upp mjög harða túlkun á þessu og í reynd túlkað þetta með þeim hætti að það sé búið að taka úr höndum Alþýðusambandsins samningsrétt um lífeyrismál,“ segir Gylfi.

Hann gagnrýnir túlkun FME og segir hana ekki ganga upp vegna þess að lögin um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveði á um lágmarkstryggingaverndina. ASÍ og SA hafi frelsi til að semja um lífeyrisréttindi sem eru umfram þau lágmarksréttindi sem lögin fjalla um.

,,Þetta er í sjálfu sér ekki deila um vörslu fjár. Við höfum áhyggjur af því hvernig halda á utan um innheimtuna. Lífeyrissjóður þarf t.d. að vita hvort hann á að innheimta hjá fyrirtækjum sem ekki greiða á gjalddaga 12% eða 15,5%. Það má ekki vera einhver vafi um þetta.“

Gylfi segir að sér sé nokkuð sama um með hvaða hætti frjálsir sjóðir eða aðrir lífeyrissjóðir haga þessum málum. ,,En við teljum okkur ennþá hafa forræði um að semja um með hvaða hætti lífeyrissjóðir á samningssviði Alþýðusambandsins vinna að því sem snýr að réttindum umfram lágmarkið.“

Afleiðingar þess geta orðið miklar að lagasetning er ekki í sjónmáli og ágreiningurinn er óleystur. ,,Nú er ríkisstjórnin fallin og þessi lög verða ekki sett og það er ljóst að það er mjög mikil lagaleg óvissa um málið. Í samningi Alþýðusambandsins um þetta segir að ef ekki næst samkomulag um setningu laga til þess að gera þetta kleift, þá muni iðgjaldið einfaldlega renna til samtryggingar,“ segir Gylfi. ,,Það er því búið að setja þetta mál í algjört uppnám,“ bætir hann við.

Margir gætu staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi

Gylfi segist ekki geta svarað því hér og nú hver niðurstaðan verði. ,,Reyndar gerir túlkun FME það að verkum að mér finnst mjög erfitt fyrir okkur að vera í forsvari fyrir að hún verði við lýði, sem leiðir til þess að fjöldi manns gæti staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi frá sér einfaldlega vegna þess að enginn muni geta fylgst með því hvort [framlagið] er innheimt eða ekki. Það er verið að setja þessi réttindi í algjört uppnám því við megum ekki beita þeim eftirfylgniaðferðum sem kjarasamningur okkar hefur tryggt með mjög góðum árangri.“

Annast innheimtu fyrir aðra

Þorbjörn tekur í sama streng að ágreiningurinn á milli ASÍ og SA annars vegar og FME hins vegar sé með öllu óleystur. Hann snúist í grundvallaratriðum um hvort samtökin á vinnumarkaði geti bundið þessa tilgreindu séreign við samtryggingarsjóð með kjarasamningi. ,,Það eru auðvitað minni líkur á því núna að frumvarp komi fram í haust til afgreiðslu,“ segir hann.

Eins og staðan er í dag séu samtryggingarsjóðirnir að verða hálfgerðir innheimtuaðilar fyrir einhverja aðra vörsluaðila.

Mega flytja séreign

» Einstaklingum á almenna markaðinum er heimilt að ráðstafa að hluta eða fullu auknu framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóði í tilgreinda séreign.


» Fjármálaeftirlitið segir að sjóðfélagar ráði sjálfir í hvaða séreignarsjóð þeir vilja ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi.


» SA og ASÍ eru ósátt við þessa túlkun og hafa gengið út frá að greitt verði úr deilunni með stjórnarfrumvarpi í haust, sem samkomulag hafi náðst um við stjórnvöld.

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...