Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

Carlos var búinn að ferðast rúma 600 kílómetra þegar hjólið ...
Carlos var búinn að ferðast rúma 600 kílómetra þegar hjólið hans brotnaði. Ljósmynd/Carlos Sanchis Collado

Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn um landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn.

Bróðir Carlos slóst í för með honum og var upprunalegt markmið bræðranna að hjóla hringinn um Ísland á þremur vikum. Þeir komust hins vegar í hann krappan í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stól Carlos brotnaði með þeim afleiðingum að stóllinn fór í tvennt.

Carlos varð fyrir mænuskaða þegar hann lenti í bílslysi 18 ára gamall og hefur notað hjólastól síðan í sínum daglegu athöfnum. Carlos hefur áhuga á ferðalögum og er mikill íþróttamaður. Hann sameinar þessi tvö áhugamál með því að ferðast um heiminn og blogga um það sem verður á vegi hans, meðal annars til þess að hvetja fólk með hreyfihömlun til að ferðast og njóta lífsins.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, rakst á mynd af Carlos með brotna hjólið á samfélagsmiðlum og var fljótur að grípa til sinna ráða. „Sjálfsbjörg rekur hjálpartækjaleigu og sem formaður samtakanna fannst mér ekki annað koma til greina en að koma nýjum stól til hans,“ segir Bergur í samtali við mbl.is.

Carlos og bróðir hans komust því leiðar sinnar, en atvikið gerði það að verkum að þeim tókst ekki að fara allan hringveginn hjólandi líkt og lagt var upp með í upphafi.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, færði Carlos nýjan stól frá ...
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, færði Carlos nýjan stól frá hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar. Ljósmynd/Bergur Þorri Benjamínsson

Hvalaskoðun, þyrluflug og norðurljós

Berg langaði að gera upplifun bræðranna af Íslandsheimsókninni sem besta, þrátt fyrir svekkelsið sem bræðurnir upplifðu við að ná ekki að klára sett markmið. „Hér er á ferðinni einstaklingur sem er búinn að takast hressilega á við íslenska náttúru. Náttúran vann, en ég vildi athuga hvort ferðaþjónustan á Íslandi væri ekki tilbúin að koma til móts við hann?“ segir Bergur.  

Hann leitaði til ferðaþjónustufyrirtækja á Facebook sem voru fljótir að bregðast við. Meðal fyrirtækja sem hafa boðið bræðrunum í heimsókn eru Aurora Reykjavík og Bláa lónið. „Þeir fóru í hvalaskoðun í morgun og eru á leiðinni í þyrluflug seinna í dag,“ bætir Bergur við.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er dagskrá bræðranna orðin ansi þétt fram að brottför, næstkomandi sunnudag. Bergur segir það mikið gleðiefni hversu vel íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi tekið í beiðni hans um að lífga upp á Íslandsferð bræðranna.

Carlos á ferð sinni um Ísland.
Carlos á ferð sinni um Ísland. Ljósmynd/Carlos Sanchis Collado
mbl.is

Innlent »

Milljarðar lagðir í Rafnar

05:30 Fyrirtækið Rafnar, sem smíðar báta á grundvelli uppfinningar Össurar Kristinssonar stoðtækjasmiðs, vinnur nú að samstarfssamningum við rótgróin fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Ekki náðisst saman við Færeyinga

05:30 Samningaviðræðum lauk ekki í tvíhliða viðræðum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga í Þórshöfn í vikunni. Meira »

Í síðasta kolmunnatúr fyrir jól

05:30 okkalegasta fiskirí hefur verið á kolmunnamiðum suðaustur af Færeyjum síðustu daga. Átta íslensk uppsjávarskip voru á miðunum í gær; Venus, Víkingur, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Börkur, Beitir, Heimaey og Sigurður. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...