Byggðar verði tvær heilsugæslustöðvar á Akureyri

Heilsugæslustöðin á Akureyri er á fjórum hæðum þessa húss, Hafnarstrætis ...
Heilsugæslustöðin á Akureyri er á fjórum hæðum þessa húss, Hafnarstrætis 99-101. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta ehf. sem kynnt var á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. 

Gengið er út frá að núverandi húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri verði selt í aðdraganda þess að starfsemin flytjist í tvær nýjar stöðvar en þjónusta og starfsemi verði sambærileg á báðum stöðum.

Núverandi húsnæði óhentugt og aðgengi slæmt

Vinnuhópur skipaður starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vann að úttektinni með
ráðgjafarfyrirtækinu Nolta ehf. og var í greiningarvinnu á núverandi húsnæði kallað eftir áliti allra starfsmanna heilsugæslunnar á Akureyri, auk þess sem tæplega 1000 notendur þjónustu hennar tóku þátt í viðhorfskönnun. Meðal helstu athugasemda sem fram komu var að núverandi húsnæði sé á of mörgum hæðum og ekki hannað fyrir nútíma heilsusgæslustarfsemi, aðgengi sé verulega ábótavant, lyfta mjög slæm og illa nothæf fyrir t.d. einstaklinga í hjólastólum. Einnig er bent á skort á bílastæðum og að húsnæði skorti
fyrir ýmsa þjónustuþætti og aðstöðu fyrir starfsfólk.

Þrír valkostir voru sérstaklega skoðaðir, þ.e. að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar, að byggja eina stóra heilsugæslustöð eða skipta starfseminni upp í þrjár stöðvar í bænum. Bygging tveggja stöðva í bænum þykir best þjóna starfseminni til næstu framtíðar.

Þjónustan færð nær notendunum

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðistofnunar Norðurlands, segir skýrsluna mikilvægan áfanga í þróun heilsugæslunnar á Akureyri. 

„Með skýrslunni er mörkuð sú leið sem við viljum fara á komandi árum. Með þessu fyrirkomulagi getum við fært þjónustuna nær notendunum og bætt aðgengi þeirra á allan hátt. Við höfum verið að efla þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri að undanförnu og núverandi húsnæði setur okkur verulegar skorður um frekari framþróun hennar. Þess vegna er knýjandi að fá úrbætur í húsnæðismálum heilsugæslunnar á Akureyri sem fyrst. Næsta skref er að tryggja fjármögnun til bygginganna en að hluta yrði verkefnið fjármagnað með sölu núverandi húsnæðis. Samhliða því munum við taka upp viðræður við Akureyrarbæ um hvaða valkostir eru bestir í staðsetningum fyrir tvær nýjar heilsugæslustöðvar í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson.

Mætir mannfjöldaþróun svæðisins

Heilsugæslan á Akureyri er nú til húsa á fjórum hæðum húss við göngugötuna, Hafnarstræti. Samtals er húsnæðið rétt tæplega 2000 fermetrar að stærð en auk þess er heimahjúkrun við Strandgötu, á 3. hæð í tæplega 200 fermetra rými.

Heilbrigðisþjónusta hefur verið til húsa í Hafnarstræti 99-101 frá árinu 1973 en þá byrjaði starfsemin með opnun læknastofa á 5. hæð. Á árinu 1985 voru sett ný lög sem skilgreindu þjónustu heimilislækna og aðra heilbrigðisþjónustu sem fyrstu heimsókn einstaklinga í heilbrigðiskerfinu og þannig varð heilsugæslan til. Því hefur þessi þjónustukjarni stækkað jafnt og þétt allt til dagsins í dag.

Íbúar á upptökusvæði heilsugæslunnar á Akureyri eru um 21 þúsund og samkvæmt spá um mannfjöldaþróun mun sá hópur verða 24.300 árið 2030. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að tvær nýjar stöðvar muni mæta þessari þróun og sé þetta fyrirkomulag í takti við þá áherslu sem sé í nágrannalöndunum á minni heilsugæslustöðvar.

Inngangur í heilsugæslustöðina er einnig frá Gilsbakkavegi. Þaðan er gengið ...
Inngangur í heilsugæslustöðina er einnig frá Gilsbakkavegi. Þaðan er gengið inn á efstu hæðina, en lítið um bílastæði þeim megin hússins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Erro
...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...