Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í ...
Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í gær til að rifja upp brandarana fyrir kvöldið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru.

Við höfum rosalega gaman af þessu sjálf, það skilar sér alltaf til tónleikagesta. Auk þess erum við ekki bara að syngja heldur göntumst við heilmikið á milli laga, bullum og gerum grín að okkur sjálfum og stríðum hvert öðru. Það er hlegið svo mikið að fólk fer nánast með hláturkrampa í maganum af tónleikunum. Ég held að þetta samspil tóna og tals sé það sem höfðar til fólks,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona þegar hún er spurð að því hvað geri það að verkum að tónleikar þar sem þau þrjú, hún, Guðrún Gunnarsdóttir og Jogvan Hansen, koma fram saman ganga svo vel sem raun ber vitni, en þrítugustu tónleikar þeirra verða í kvöld í Salnum í Kópavogi.

„Okkur finnst auðvitað frábært hvað þetta hefur gengið vel, fólk kemur aftur og aftur til að hlusta á okkur syngja, en það kemur líka til að heyra okkur segja sögur af okkur sjálfum. Jogvan gerir heilmikið grín að okkur gömlu kellunum, því hann er náttúrlega miklu yngri en við Guðrún. Þetta fer út í allskonar vitleysu og stundum verður þetta hálfgerð revía.“

Lög sem þær Guðrún héldu upp á þegar þær voru stelpur

Sigga segir að engir tónleikar séu eins hjá þeim.

„Það eina sem við göngum út frá er að við ætlum að hafa gaman og að við ætlum að hlæja. Við höfum aðeins breytt dagskránni núna, skiptum nokkrum lögum út fyrir ný. Okkur fannst nauðsynlegt að breyta lagavalinu aðeins af því við erum búin að gera þetta svo oft, það gefur okkur nýtt líf að fá fersk lög inn. Einnig er það nauðsynlegt í ljósi þess að margir gestir eru að koma í þriðja eða fjórða sinn. Fólki finnst svo gott að fá að hlæja.“

Sigga segir að lögin á dagskránni séu lög sem hún og Guðrún héldu upp á þegar þær voru ungar stúlkur.

„Þetta eru allskonar íslensk gömul og góð lög, til dæmis lög með Elly Vilhjálms, og svo syngur Jogvan gömul lög sem fólk þekkir í flutningi Ragga Bjarna. Við erum líka með gömul lög eins og Kveiktu ljós, með blönduðum kvartett frá Siglufirði, en við Guðrún elskuðum báðar það lag í bernsku,“ segir Sigga og bætir við að þau syngi öll sóló á tónleikunum en líka saman, ýmist tvö, tvær eða þrjú. Þetta sé bland í poka hjá þeim.

Þau eru bara svo yndisleg

Sigga segir að gestir þeirra á tónleikunum, sem kannski mætti frekar kalla söngskemmtun, séu á öllum aldri, vissulega komi fólk sem þekkir þessi lög frá fyrri tíð, en líka yngra fólk, því þau þrjú séu að bulla um daginn og veginn og fólki á öllum aldri finnist það skemmtilegt. Auk þess hafi yngra fólk líka gaman af gömlum lögum.

Vinskapurinn milli þeirra þriggja, Siggu, Jogvans og Guðrúnar, hefur sannarlega vaxið með þessu samstarfi en þau hafa þekkst lengi í gegnum söng og tónlist.

„Við hittumst oft í hádeginu bara til að hlæja og hafa gaman. Við höfum líka farið nokkrum sinnum út á land með þetta prógramm og það eru yndislegar ferðir sem tengja okkur þrjú enn frekar saman sem manneskjur.

Við náum vel saman þetta þríeyki, við erum öll alltaf svo spennt þegar við erum að fara að halda þessa tónleika, okkur finnst þetta svo gaman. Það er alltaf gaman að syngja á tónleikum, en það er alveg extra skemmtilegt með þeim tveim, þau eru bara svo yndisleg bæði tvö, Guðrún og Jogvan.“

Við eigum samleið

Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda tónleika í kvöld, föstudaginn 22. sept., í Salnum í Kópavogi kl. 20. Söngdagskráin þeirra, Við eigum samleið, hefur gengið fyrir fullu húsi í á þriðja ár og nú hafa þau endurnýjað stærstan hluta dagskrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft í lifandi flutningi, t.d lög eins og: Í Rökkurró, Fjórir kátir þrestir, Án þín, Enn birtist mér í draumi o.fl.

Ekki aðeins fá gestir að njóta þess að hlusta á þau syngja skemmtileg og falleg lög, heldur segja þau líka sögur sem tengjast lögunum sem og sögur úr eigin ranni.

Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Miðasala er á salurinn.is

Innlent »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríhúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Laus íbúð um jólin..."Eyjasol ehf.
Eigum lausa daga í íbúðum í Reykjavik fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Rúm ...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...