Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í ...
Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í gær til að rifja upp brandarana fyrir kvöldið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru.

Við höfum rosalega gaman af þessu sjálf, það skilar sér alltaf til tónleikagesta. Auk þess erum við ekki bara að syngja heldur göntumst við heilmikið á milli laga, bullum og gerum grín að okkur sjálfum og stríðum hvert öðru. Það er hlegið svo mikið að fólk fer nánast með hláturkrampa í maganum af tónleikunum. Ég held að þetta samspil tóna og tals sé það sem höfðar til fólks,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona þegar hún er spurð að því hvað geri það að verkum að tónleikar þar sem þau þrjú, hún, Guðrún Gunnarsdóttir og Jogvan Hansen, koma fram saman ganga svo vel sem raun ber vitni, en þrítugustu tónleikar þeirra verða í kvöld í Salnum í Kópavogi.

„Okkur finnst auðvitað frábært hvað þetta hefur gengið vel, fólk kemur aftur og aftur til að hlusta á okkur syngja, en það kemur líka til að heyra okkur segja sögur af okkur sjálfum. Jogvan gerir heilmikið grín að okkur gömlu kellunum, því hann er náttúrlega miklu yngri en við Guðrún. Þetta fer út í allskonar vitleysu og stundum verður þetta hálfgerð revía.“

Lög sem þær Guðrún héldu upp á þegar þær voru stelpur

Sigga segir að engir tónleikar séu eins hjá þeim.

„Það eina sem við göngum út frá er að við ætlum að hafa gaman og að við ætlum að hlæja. Við höfum aðeins breytt dagskránni núna, skiptum nokkrum lögum út fyrir ný. Okkur fannst nauðsynlegt að breyta lagavalinu aðeins af því við erum búin að gera þetta svo oft, það gefur okkur nýtt líf að fá fersk lög inn. Einnig er það nauðsynlegt í ljósi þess að margir gestir eru að koma í þriðja eða fjórða sinn. Fólki finnst svo gott að fá að hlæja.“

Sigga segir að lögin á dagskránni séu lög sem hún og Guðrún héldu upp á þegar þær voru ungar stúlkur.

„Þetta eru allskonar íslensk gömul og góð lög, til dæmis lög með Elly Vilhjálms, og svo syngur Jogvan gömul lög sem fólk þekkir í flutningi Ragga Bjarna. Við erum líka með gömul lög eins og Kveiktu ljós, með blönduðum kvartett frá Siglufirði, en við Guðrún elskuðum báðar það lag í bernsku,“ segir Sigga og bætir við að þau syngi öll sóló á tónleikunum en líka saman, ýmist tvö, tvær eða þrjú. Þetta sé bland í poka hjá þeim.

Þau eru bara svo yndisleg

Sigga segir að gestir þeirra á tónleikunum, sem kannski mætti frekar kalla söngskemmtun, séu á öllum aldri, vissulega komi fólk sem þekkir þessi lög frá fyrri tíð, en líka yngra fólk, því þau þrjú séu að bulla um daginn og veginn og fólki á öllum aldri finnist það skemmtilegt. Auk þess hafi yngra fólk líka gaman af gömlum lögum.

Vinskapurinn milli þeirra þriggja, Siggu, Jogvans og Guðrúnar, hefur sannarlega vaxið með þessu samstarfi en þau hafa þekkst lengi í gegnum söng og tónlist.

„Við hittumst oft í hádeginu bara til að hlæja og hafa gaman. Við höfum líka farið nokkrum sinnum út á land með þetta prógramm og það eru yndislegar ferðir sem tengja okkur þrjú enn frekar saman sem manneskjur.

Við náum vel saman þetta þríeyki, við erum öll alltaf svo spennt þegar við erum að fara að halda þessa tónleika, okkur finnst þetta svo gaman. Það er alltaf gaman að syngja á tónleikum, en það er alveg extra skemmtilegt með þeim tveim, þau eru bara svo yndisleg bæði tvö, Guðrún og Jogvan.“

Við eigum samleið

Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda tónleika í kvöld, föstudaginn 22. sept., í Salnum í Kópavogi kl. 20. Söngdagskráin þeirra, Við eigum samleið, hefur gengið fyrir fullu húsi í á þriðja ár og nú hafa þau endurnýjað stærstan hluta dagskrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft í lifandi flutningi, t.d lög eins og: Í Rökkurró, Fjórir kátir þrestir, Án þín, Enn birtist mér í draumi o.fl.

Ekki aðeins fá gestir að njóta þess að hlusta á þau syngja skemmtileg og falleg lög, heldur segja þau líka sögur sem tengjast lögunum sem og sögur úr eigin ranni.

Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Miðasala er á salurinn.is

Innlent »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...