Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

Bryndís Snæbjörnsdóttir.
Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að þau hafi átt fund með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra um daginn ásamt Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Þar hafi því verið borið við að allar starfsbrautir væru fullar.

„Við gagnrýndum harðlega að það væri ekki gert ráð fyrir öllum, það er búið að vera vitað alla þeirra ævi að þeir þyrftu skólavist þegar þeir yrðu 16 ára eins og aðrir,“ segir Bryndís. „Í ráðuneytinu var talað um að það væri verið að leita leiða að einhverri lausn í samstarfi við Ás styrktarfélag. Við bentum á að það væri ekki skólastofnun heldur dagvistun sem þeir væru ekki að sækjast eftir. Þeir eru að sækjast eftir að komast í framhaldsskóla. Eftir þann fund hafði ég samband bæði við Ás og Reykjavíkurborg, því ráðuneytið vísaði svolítið á ábyrgð borgarinnar, sem ég átta mig ekki á því þeir bera ábyrgð á þjónustunni við þá en ekki skólaúrræði, og þá kom í ljós að það er ekkert að gerast. Ás er ekki að taka við þeim og það hefur ekki borist formlegt erindi um að þeir geri það. Þannig að ég held að það sé ósköp lítið að gerast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert