Ekkert sjósund vegna saurlamengunar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ræður fólki frá því að stunda sjósund eða …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ræður fólki frá því að stunda sjósund eða aðra útivist í fjörunni. Kort/Reykjavíkurborg

Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi. Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk  meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.

Reiknað er með að verkið geti tekið allt að tíu daga.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ræður fólki frá því að stunda sjósund eða aðra útivist í fjörunni næstu daga vegna vinnu við stöðina. Veitur munu setja upp viðvörunarskilti þess efnis.

Frá Kjalarnesi.
Frá Kjalarnesi. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert