Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Jón Gunnar segist telja þau seku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu ...
Jón Gunnar segist telja þau seku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafa hlotið sinn dóm.

Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Að sínu mati sé  ljóst að þau seku í málinu hafi verið dæmd. Þetta kom fram í þættinum Speglinum á Rás 1 í dag.

Kveðst Jón Gunnar hafa enga trú á að niðurstaðan breytist með nýrri dómsmeðferð.

„Það eru 15 dómarar búnir að fara yfir þetta mál og allir sammála um niðurstöðuna. Ég get ekki séð að það breytist neitt. Erla Bolladóttir fór fram á endurupptöku en hún var aldrei dæmd fyrir manndráp heldur aðeins meinsæri gegn fjórmenningunum og þátttöku í ráni frá Pósti og síma. Það er rétt að geta þess að þetta unga fólk voru engir englar. Þetta var landsliðið í smáglæpum á Íslandi og sakavottorð Sævars þegar hann var tekinn voru þrjár síður. Auðvitað geta menn leiðst á rétta braut en ég tel fráleitt að eyða peningum í þetta,“ sagði hann.

100 daga saklausir í gæsluvarðhaldi

Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru nú í endurupptökuferli. Hinir dæmdu segja að þrýstingur frá lögreglu hafi orðið til þess að þeir játuðu. Hluti þeirra var einnig dæmdur fyrir að bendla fjóra saklausa menn við málið sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi af þeim sökum.

Það var í febrúar 1980 sem dómur féll í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Úrskurðaði Hæstiréttur að  Sævar Marinó Ciesielski skyldi dæmdur í 17 ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í 16 ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í 13 ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í 10 ára fangelsi, Erla Bolladóttir í 3 ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í 12 mánaða fangelsi. 

Tryggvi Rúnar var eingöngu dæmdur fyrir aðild að morðinu á Guðmundi og Guðjón eingöngu fyrir aðild að morði Geirfinns. Þá var Albert dæmdur fyrir að reyna að afmá sönnunargögn í máli Guðmundar og Erla fyrir rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu. Þá voru fleiri brot hluti af dómi sumra þeirra.

Meðan á rannsókn á Geirfinnsmálinu stóð sátu fjórir menn saklausir í 100 daga gæsluvarðhaldi árið 1976, þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason.

Gefur lítið fyrir fullyrðingar um harðræði

Jón Gunnar gefur lítið fyrir að þrýstingur frá lögreglunni hafi valdið þessum röngu sakargiftum eða að lögregla hafi beitt harðræði við yfirheyrslur eins og haldið hefur verið fram.

„Það er af og frá að þetta standist. Erla Bolladóttir var utan fangelsis vegna góðvildar lögreglunnar – hún átti lítið barn og var þess vegna sleppt. Hún hringir í dómarann og segir að það séu alltaf einhverjir menn að hringja í sig og hóta sér ef hún kjafti frá. Þegar dómarinn spyr hana hvers vegna hún haldið að þetta sé segir hún að það hljóti að vera út af Geirfinnsmálinu. Þá er hún tekin til yfirheyrslu og spurð um þetta. Þar ber hún Valdimar Olsen og hina þrjá, og fleiri reyndar, þeim sökum að eiga þátt í þessu. Lögreglan gat því ekki beitt neinum þrýstingi á hana, því hún var ekki einu sinni í fangelsi,“ hefur Spegillinn eftir Jóni Gunnari.

Hann telur mikið áhyggjuefni hjá sér ef niðurstaða Hæstaréttar nú yrði önnur en áður. „En það er alveg sama þó að niðurstaðan í Hæstarétti verði sú sama og áður. Fólk vill áfram trúa því að þarna hafi verið saklaus ungur maður tekinn og pyntaður til sagna, sem er alfarið rangt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...