Fékk spritt í stað hægðalosandi lyfs

Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni.
Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni. Ljósmynd/Aðsend

Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum sólarspritt til inntöku í stað sorbitol sem er hægðalosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna þar sem hann var undir eftirliti í dágóðan tíma. Drengurinn hefur hóstað mikið en jafnar sig smám saman en sólarsprittið er ekki ætandi en í því er 78% alkóhól auk fleirri aukaefna enda ætlað til notkunar við exemi.  

Sigríður Valdimarsdóttir segir son sinn hafa glímt við hægðatregðu í nokkra daga sem fylgdi talsverður grátur og tilheyrandi óþægindi. Úr varð að hún hafði samband við hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni sem ráðlagði henni að kaupa sorbitol og microlax í apóteki. Sigríður fór í apótekið í þeim erindagjörðum og taldi sig hafa fengið góða þjónustu tveggja starfsmanna sem aðstoðuðu hana en umræddar vörur voru ekki í sjálfsafgreiðslu og fann starfsmaður þær því til. 

Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax.
Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax. Ljósmynd/Aðsend

Í gærkvöldi um kl. 19 þegar drengurinn var nýkominn úr baði bað Sigríður manninn sinn um að finna til 5 ml af sorbitol til að gefa drengnum. „Ég tók við þessu og gaf honum. Það hvarflaði ekki að mér annað en að þetta væri sorbitol. Um leið og hann fékk sprittið lokaðist öndunarvegurinn og hann kúgaðist og hóstaði. Ég hringdi strax í 112 og þeir vísuðu mér á neyðarsímann sem svarar fyrir eiturefni. Við áttum að fara með hann strax á bráðmóttökuna og fengum að fara strax með hann í forgang,“ segir Sigríður. Þar var drengurinn skoðaður vel og þau fengu að fara heim að skoðun lokinni.

 „Hann hóstaði rosalega mikið þegar við vorum komin heim. Okkur bauðst að fara með hann á Barnaspítalann og hafa hann þar yfir nóttina en um eittleytið í nótt var hann farinn að róast aðeins og við vildum ekki raska ró hans meira,“ segir Sigríður eftir svefnlitla nótt. Drengurinn er að jafna sig en hóstar ennþá aðeins.  

Mannleg mistök

„Auðvitað voru þetta mannleg mistök en það fylgir því mikil ábyrgð að afgreiða lyf, sérstaklega fyrir lítil börn. Þetta vekur vonandi foreldra og starfsmenn betur til umhugsunar. Maður lærir af þessu að vera betur meðvitaður um vörurnar sem maður notar,“ segir Sigríður. 

Hún bendir á að umbúðir á sorbitol og sólarspritti frá fyrirtækinu Gamla apótekinu séu mjög líkar. „Mér finnst fyrirtækið líka bera ábyrgð á því að hafa nánast sömu umbúðir á ólíkum vörum sem eru ætlaðar til inntöku og til að nota útvortis,“ segir Sigríður. 

Starfsfólk spítalans benti þeim á að tilkynna þetta alvarlega atvik til Embættis landlæknis, sem þau ætla að gera. Hins vegar vill Sigríður ekki nafngreina apótekið enda um mannleg mistök að ræða.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vekja athygli á húsnæðisvanda skólans

21:25 Listaháskólinn stendur fyrir röð viðburða í aðdraganda alþingiskosninganna til að vekja athygli á aðkallandi og húsnæðisvanda Listaháskólans. En m.a. ætla hópar kennara og nemenda að heimsækja kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík nú um helgina. Meira »

Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

21:00 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Verkefnastjóri stofnunarinnar segir að einungis sé verið að kanna viðhorf sveitarfélaga en ekki að leggja neitt til. Meira »

Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi

20:45 Vetrarfrí í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mosfellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt saman næstu daga. Meira »

„Slagar hátt í að vera það mesta“

20:38 Tveir er­lend­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að toll­verðir fundu falið í bíl þeirra í Nor­rænu mikið magn af am­feta­mín­vökva. Efnið fannst fyr­ir um það bil hálf­um mánuði við komu ferj­unn­ar til Seyðis­fjarðar við venjubundna leit tollvarða, að sögn Gríms Grímssonar. Meira »

Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

20:17 Þótt það sé ekki endilega ódýrara að selja fisk í netverslunum en matvöruverslunum ná markaðsherferðir á netinu til neytenda með skilvirkum hætti. Seljendur þurfa að vinna heimavinnuna sína og tryggja að framboð sé nægt ef viðtökurnar á netinu eru góðar. Meira »

Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið

20:00 Miðflokkurinn hefur hreiðrað um sig á neðri hæðinni í Framsóknarhúsinu, að Eyrarvegi 15 á Selfossi, og opnar þar kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og prakt. Það fer aðeins meira fyrir Miðflokknum í húsinu en flennistórar auglýsingar með andlitum frambjóðenda prýða gluggana. Meira »

Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

19:20 Hjúkrunarfræðideild HÍ er komin að þolmörkum hvað varðar inntöku nýnema að sögn forseta deildarinnar. Um 120 nýnemar hefja nám á hverju ári en dregið hefur úr aðsókn eftir upptöku inntökuprófa. Meira »

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

19:30 Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið verður þar sem athafnasvæði Björgunar er nú og munu þau mannvirki sem nú eru á lóðinni víkja, utan sementstankarnir tveir. Meira »

Skotveiðifélagið greiði ríkinu milljón

18:49 Hæstiréttur sýknaði í íslenska ríkið af kröfum Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, en Skotveiðifélagið hafði farið fram á að ríkið greiddi sér skaðabætur vegna málskostnaðaðar sem félagið hefði sem orðið fyrir er það sótti mál gegn ríkinu vegna niðurfellingar starfsfsleyfis skotvallar á Álfsnesi. Meira »

Skoða ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett

18:22 Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun. Meira »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...