Fékk spritt í stað hægðalosandi lyfs

Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni.
Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni. Ljósmynd/Aðsend

Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum sólarspritt til inntöku í stað sorbitol sem er hægðalosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna þar sem hann var undir eftirliti í dágóðan tíma. Drengurinn hefur hóstað mikið en jafnar sig smám saman en sólarsprittið er ekki ætandi en í því er 78% alkóhól auk fleirri aukaefna enda ætlað til notkunar við exemi.  

Sigríður Valdimarsdóttir segir son sinn hafa glímt við hægðatregðu í nokkra daga sem fylgdi talsverður grátur og tilheyrandi óþægindi. Úr varð að hún hafði samband við hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni sem ráðlagði henni að kaupa sorbitol og microlax í apóteki. Sigríður fór í apótekið í þeim erindagjörðum og taldi sig hafa fengið góða þjónustu tveggja starfsmanna sem aðstoðuðu hana en umræddar vörur voru ekki í sjálfsafgreiðslu og fann starfsmaður þær því til. 

Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax.
Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax. Ljósmynd/Aðsend

Í gærkvöldi um kl. 19 þegar drengurinn var nýkominn úr baði bað Sigríður manninn sinn um að finna til 5 ml af sorbitol til að gefa drengnum. „Ég tók við þessu og gaf honum. Það hvarflaði ekki að mér annað en að þetta væri sorbitol. Um leið og hann fékk sprittið lokaðist öndunarvegurinn og hann kúgaðist og hóstaði. Ég hringdi strax í 112 og þeir vísuðu mér á neyðarsímann sem svarar fyrir eiturefni. Við áttum að fara með hann strax á bráðmóttökuna og fengum að fara strax með hann í forgang,“ segir Sigríður. Þar var drengurinn skoðaður vel og þau fengu að fara heim að skoðun lokinni.

 „Hann hóstaði rosalega mikið þegar við vorum komin heim. Okkur bauðst að fara með hann á Barnaspítalann og hafa hann þar yfir nóttina en um eittleytið í nótt var hann farinn að róast aðeins og við vildum ekki raska ró hans meira,“ segir Sigríður eftir svefnlitla nótt. Drengurinn er að jafna sig en hóstar ennþá aðeins.  

Mannleg mistök

„Auðvitað voru þetta mannleg mistök en það fylgir því mikil ábyrgð að afgreiða lyf, sérstaklega fyrir lítil börn. Þetta vekur vonandi foreldra og starfsmenn betur til umhugsunar. Maður lærir af þessu að vera betur meðvitaður um vörurnar sem maður notar,“ segir Sigríður. 

Hún bendir á að umbúðir á sorbitol og sólarspritti frá fyrirtækinu Gamla apótekinu séu mjög líkar. „Mér finnst fyrirtækið líka bera ábyrgð á því að hafa nánast sömu umbúðir á ólíkum vörum sem eru ætlaðar til inntöku og til að nota útvortis,“ segir Sigríður. 

Starfsfólk spítalans benti þeim á að tilkynna þetta alvarlega atvik til Embættis landlæknis, sem þau ætla að gera. Hins vegar vill Sigríður ekki nafngreina apótekið enda um mannleg mistök að ræða.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...