Fékk spritt í stað hægðalosandi lyfs

Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni.
Sigríður Valdimarsdóttir með son sinn í fanginu á bráðamóttökunni. Ljósmynd/Aðsend

Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum sólarspritt til inntöku í stað sorbitol sem er hægðalosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna þar sem hann var undir eftirliti í dágóðan tíma. Drengurinn hefur hóstað mikið en jafnar sig smám saman en sólarsprittið er ekki ætandi en í því er 78% alkóhól auk fleirri aukaefna enda ætlað til notkunar við exemi.  

Sigríður Valdimarsdóttir segir son sinn hafa glímt við hægðatregðu í nokkra daga sem fylgdi talsverður grátur og tilheyrandi óþægindi. Úr varð að hún hafði samband við hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni sem ráðlagði henni að kaupa sorbitol og microlax í apóteki. Sigríður fór í apótekið í þeim erindagjörðum og taldi sig hafa fengið góða þjónustu tveggja starfsmanna sem aðstoðuðu hana en umræddar vörur voru ekki í sjálfsafgreiðslu og fann starfsmaður þær því til. 

Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax.
Afgreiðslan úr apótekinu, sólarspritt og microlax. Ljósmynd/Aðsend

Í gærkvöldi um kl. 19 þegar drengurinn var nýkominn úr baði bað Sigríður manninn sinn um að finna til 5 ml af sorbitol til að gefa drengnum. „Ég tók við þessu og gaf honum. Það hvarflaði ekki að mér annað en að þetta væri sorbitol. Um leið og hann fékk sprittið lokaðist öndunarvegurinn og hann kúgaðist og hóstaði. Ég hringdi strax í 112 og þeir vísuðu mér á neyðarsímann sem svarar fyrir eiturefni. Við áttum að fara með hann strax á bráðmóttökuna og fengum að fara strax með hann í forgang,“ segir Sigríður. Þar var drengurinn skoðaður vel og þau fengu að fara heim að skoðun lokinni.

 „Hann hóstaði rosalega mikið þegar við vorum komin heim. Okkur bauðst að fara með hann á Barnaspítalann og hafa hann þar yfir nóttina en um eittleytið í nótt var hann farinn að róast aðeins og við vildum ekki raska ró hans meira,“ segir Sigríður eftir svefnlitla nótt. Drengurinn er að jafna sig en hóstar ennþá aðeins.  

Mannleg mistök

„Auðvitað voru þetta mannleg mistök en það fylgir því mikil ábyrgð að afgreiða lyf, sérstaklega fyrir lítil börn. Þetta vekur vonandi foreldra og starfsmenn betur til umhugsunar. Maður lærir af þessu að vera betur meðvitaður um vörurnar sem maður notar,“ segir Sigríður. 

Hún bendir á að umbúðir á sorbitol og sólarspritti frá fyrirtækinu Gamla apótekinu séu mjög líkar. „Mér finnst fyrirtækið líka bera ábyrgð á því að hafa nánast sömu umbúðir á ólíkum vörum sem eru ætlaðar til inntöku og til að nota útvortis,“ segir Sigríður. 

Starfsfólk spítalans benti þeim á að tilkynna þetta alvarlega atvik til Embættis landlæknis, sem þau ætla að gera. Hins vegar vill Sigríður ekki nafngreina apótekið enda um mannleg mistök að ræða.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...