Fjölgun mála með ólíkindum

Svo virðist sem meðvitund fólks um persónuvernd og gagnavernd hafa …
Svo virðist sem meðvitund fólks um persónuvernd og gagnavernd hafa aukist, segir Helga Þórisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að ákveðin vitundarvakning sé að eiga sér stað um málefni persónuverndar, ekki bara á Íslandi heldur í Evrópu, ekki síst vegna þeirra miklu breytinga sem eru í vændum með nýju Evrópulöggjöfinni um persónuvernd en hún kemur til framkvæmda í Evrópu 25. maí 2018.

Það sem af er ári hafa vel á annað þúsund mál verið skráð hjá stofnuninni. Síðasta ár fékk Persónuvernd 1.865 mál og í dag bíða 404 erindi afgreiðslu hjá stofnuninni. „Okkur tókst fyrir sumarleyfin að vinna okkur niður í 200 opin mál en það komu rúmlega 200 mál til við bótar í sumar þannig að við erum aftur með rúmlega 400 mál í vinnslu,“ segir Helga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert