Fórnarlambið á fimmtugsaldri

Konan bjó á Hagamel en annar mannanna bjó einnig í …
Konan bjó á Hagamel en annar mannanna bjó einnig í sama húsi. mbl.is/Golli

Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21:38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin.

Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert