Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

Í umferðarlögum segir að hjóla skuli í einfaldri röð, nema …
Í umferðarlögum segir að hjóla skuli í einfaldri röð, nema þar sem er rými til án hættu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki.

Þar af voru 100 lítið slasaðir og 37 alvarlega slasaðir. Til samanburðar var meðaltal áranna 2002 til 2009 þannig að 40 slösuðust lítillega og einungis 8 alvarlega, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hjólreiðaslysum fjölgaði mikið milli áranna 2013 til 2014 en þá fóru hjólreiðaslysin úr 95 í 123. Slysunum fækkaði örlítið árið 2015 en fjölgaði að nýju árið 2016. Á tímabilinu 2002 til 2016 hefur eitt banaslys orðið á hjóli og það var árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert