Hnepptur í gæsluvarðhald

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í gærkvöldi.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var handtekinn í gær eftir líkamsrárás í Vesturbæ Reykjavíkur sem hann er grunaður um að hafa framið. Konan lét lífið af áverkum sem hún hlaut eftir árásina.

Eins og mbl.is hefur greint frá var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í gær en hann er laus úr haldi lögreglu.

Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert