Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

Undirbúningur vegna aldarafmælis fullveldisins er hafinn.
Undirbúningur vegna aldarafmælis fullveldisins er hafinn. mbl.is/Ófeigur

Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. 

Kallað er eftir verkefnum á nýrri vefsíðu hátíðarinnar,  en þar segir að kallað sé eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna við mótun dagskrár afmælisársins og lögð er áhersla á að ná til sem flestra landsmanna. Hægt verður að skila tillögum rafrænt til 22. október. 

Sérstök áhersla er lögð á fjölbreytt og vönduð verkefni með nýstárlega nálgun en litið verður til verkefna sem minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og hafa skírskotun til þess háttar sögu þjóðarinnar. Jafnframt er litið til verkefna sem fjalla um eða byggja á fullveldishugtakinu, hvort heldur sem er í fortíð, nútíð eða þátíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert