„Það er svo mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

Sara Sjöfn Grettisdóttir er ritstjóri Eyjafrétta í Vestmannaeyjum.
Sara Sjöfn Grettisdóttir er ritstjóri Eyjafrétta í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl.

Hún tekur við keflinu af Ómari Garðarssyni sem vill bráðlega fara að sinna hugðarefnum sínum eftir löng og vel unnin störf hjá fjölmiðlinum, en hann verður áfram í hlutastarfi á blaðinu fram að áramótum. Eyjafréttir eru vestmannaeyskur áskriftarfjölmiðill sem kemur vikulega út á prenti og á netinu.

Sara Sjöfn er fædd 1990 og er Vestmannaeyingur. Hún hefur verið blaðamaður á Eyjafréttum í um þrjú ár og stundar fjarnám í félagsvísindum sem gagnast vel í starfinu að hennar sögn, að því er fram kemur í samtali við hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert