Missti af því að byrja að drekka

mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára gamli skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur.

Marta brennur fyrir skátastarfi en hún tók við sem skátahöfðingi Íslands í vor. „Markmiðið er alltaf að skapa betri heim, það er útgangspunkturinn. Fólk heldur stundum að við séum bara að gera einhverja hnúta en það er ekki rétt,“ segir Marta sem er á svipinn eins og hún sé alltaf brosandi, sem er eflaust afleiðing af allri jákvæðninni og kraftinum sem verður greinilegur í samtali við hana.

„Þú upplifir að þú tilheyrir stærri heild sem er um allan heim. Þegar þú hittir annan skáta veistu strax hvaða gildi hann hefur. Þið hittist á sameiginlegum grundvelli óháð menningarbakgrunni og trúarbrögðum. Fyrir mér er það eitt það flottasta í þessu. Uppruni, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð og fleira skiptir ekki máli, allir sameinast um sömu gildin,“ segir hún og bendir á að á heimsmóti skáta, sem fram fór hérlendis í sumar hafi þetta verið raungert. „Þarna eru allir saman og það gengur vel. Við fundum einhvern stað í miðjunni til að mætast á og það er skátaheitið,“ segir hún og útskýrir að í skátastarfi með börnum og ungmennum sé reynt að mæta öllum á þeirra forsendum.

Kynntist skátastarfi fimmtán ára

Það er auðvelt að ímynda sér að skátahöfðinginn hafi byrjað í skátunum barnung en svo var ekki. „Ég kynntist skátunum þegar ég var fimmtán ára, þá byrjaði skátastarf heima hjá mér í Grundarfirði,“ segir Marta, sem segist á þessum tíma hafa fundist margt skemmtilegt en ekki hafa verið með brennandi ástríðu fyrir neinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var skáti sem flutti til Grundarfjarðar og endurvakti skátafélagið eftir langan dvala. Hann var með stuttan kynningarfund á starfinu í skólanum og sagði að hann yrði með kynningarfund síðar á skátamóti sem yrði um sumarið. Mér fannst þetta hljóma spennandi en okkur í bekknum fannst þetta samt eitthvað púkalegt. Ímyndin sem ég hafði var neikvæð en mótið hljómaði of vel til að sleppa kynningunni þannig að við ákváðum nokkur að fara á kynninguna,“ segir Marta sem fór á fundinn, heillaðist, borgaði fljótlega staðfestingargjaldið fyrir mótið og eftir það varð ekki aftur snúið.

„Fyrst ætlaði ég að hætta strax eftir ferðina á mótið, ætlaði sko ekki að taka þátt í skátastarfi, það var of hallærislegt fyrir mig, ætlaði bara í þessa flottu ferð,“ segir Marta sem fór þá um sumarið á Evrópumótið sem haldið var hérlendis árið 2009.

„Ég mætti á mótið og þetta var það tjúllaðasta sem ég hafði gert á ævinni, ég elskaði hverja einustu mínútu. Þegar við komum heim, sendi skátaforinginn okkar í gamni tengil á skátamót í Kenía árið eftir og við skráðum okkur strax daginn eftir. Ég var bara heilluð af þessu og fannst þetta alveg geggjað,“ segir hún en við tók fjáröflun og skipulagning.
„Veturinn var undirlagður. Það var í okkar höndum að koma okkur þangað. Það voru íslenskir fararstjórar sem sáu um stóru praktísku málin en eftir stóðu persónulegu málin,“ segir Marta og útskýrir að hún hafi sjálf þurft að setja upp fjárhagsplan, fara í bólusetningar og skipuleggja fjáröflun. „Áður hafði ég verið í fjáröflun þar sem einhver annar sá um að segja mér hvar og hvenær ég ætti að mæta og hvað ég ætti að gera.“

mbl.is


Hún segir það hafa verið þroskandi að þurfa að kljást við þetta sjálf ásamt jafnöldrum en þau skipulögðu til dæmis bíósýningar í samvinnu við Sambíóin auk þess að taka að sér hin ýmsu verkefni og selja hitt og þetta.

„Þetta var heilmikið verkefni þennan veturinn en við fórum líka í útilegur og sóttum viðburði á landsvísu þar sem maður kynntist öðrum krökkum. Þetta voru helgarútilegur og líka vikulegir fundir,“ segir Marta en þetta var fyrsta vetur hennar í framhaldsskóla en hún gekk í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.

Ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum

Hún segir að margir á hennar aldri hafi á þessum tíma byrjað að drekka áfengi og en hún hafi verið með hugann við Keníaferðina en ekki partístand og fannst hún ekki getað tekið þátt í þessu. „Og enn þann dag í dag er ég ekki byrjuð að drekka. Ég var á þessum aldri oft spurð að því af hverju ég drykki ekki og ég svaraði bara að ég hefði eiginlega misst af því, ég var upptekin við annað. Það var ekki hægt að eyða krónu í eitthvert rugl og heldur ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum. Ég var búin að ákveða að peningurinn færi í þessa ferð. Þó það kæmi nýr sími á markaðinn var ekkert hægt að eltast við það. Ég er ánægð með mig þegar ég hugsa um þetta núna, að ég hafi staðið með sjálfri mér og ákveðið að taka þátt í skátastarfinu af fullum krafti þó ég vissi það mætavel að mörgum þætti það hallærislegt enda fannst mér það sjálfri áður en ég kynntist starfinu,“ segir Marta sem hefur farið á hverju sumri síðan til útlanda með skátunum þannig að skátastarfið hefur leitt hana á margar spennandi slóðir innan- og utanlands.

„Það sem við erum að gera í dag og síðustu hundrað árin er það sem er í tísku í þjóðfélaginu, náungakærleikur, að vera trúr sjálfum sér, vera virkur í samfélaginu, vilja skapa betri heim, hugsa um náttúruna og náungann,“ segir hún að ógleymdri útivistinni.

„Við erum mikið í útivistinni og allskonar ferðum, í tjöldum eða skálum en það eru skátaskálar hér og þar um landið. Maður er oft í varnarstöðu gagnvart því að það sé litið niður á þetta starf. Þetta er svo mikið skotmark, það er orðið frekar þreytt en við höldum okkar striki og þeir sem vilja dæma án þess að vita um hvað þetta snýst, það er þeirra mál.“

Ítarlegt viðtal er við Mörtu Magnúsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...