Missti af því að byrja að drekka

mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára gamli skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur.

Marta brennur fyrir skátastarfi en hún tók við sem skátahöfðingi Íslands í vor. „Markmiðið er alltaf að skapa betri heim, það er útgangspunkturinn. Fólk heldur stundum að við séum bara að gera einhverja hnúta en það er ekki rétt,“ segir Marta sem er á svipinn eins og hún sé alltaf brosandi, sem er eflaust afleiðing af allri jákvæðninni og kraftinum sem verður greinilegur í samtali við hana.

„Þú upplifir að þú tilheyrir stærri heild sem er um allan heim. Þegar þú hittir annan skáta veistu strax hvaða gildi hann hefur. Þið hittist á sameiginlegum grundvelli óháð menningarbakgrunni og trúarbrögðum. Fyrir mér er það eitt það flottasta í þessu. Uppruni, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð og fleira skiptir ekki máli, allir sameinast um sömu gildin,“ segir hún og bendir á að á heimsmóti skáta, sem fram fór hérlendis í sumar hafi þetta verið raungert. „Þarna eru allir saman og það gengur vel. Við fundum einhvern stað í miðjunni til að mætast á og það er skátaheitið,“ segir hún og útskýrir að í skátastarfi með börnum og ungmennum sé reynt að mæta öllum á þeirra forsendum.

Kynntist skátastarfi fimmtán ára

Það er auðvelt að ímynda sér að skátahöfðinginn hafi byrjað í skátunum barnung en svo var ekki. „Ég kynntist skátunum þegar ég var fimmtán ára, þá byrjaði skátastarf heima hjá mér í Grundarfirði,“ segir Marta, sem segist á þessum tíma hafa fundist margt skemmtilegt en ekki hafa verið með brennandi ástríðu fyrir neinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var skáti sem flutti til Grundarfjarðar og endurvakti skátafélagið eftir langan dvala. Hann var með stuttan kynningarfund á starfinu í skólanum og sagði að hann yrði með kynningarfund síðar á skátamóti sem yrði um sumarið. Mér fannst þetta hljóma spennandi en okkur í bekknum fannst þetta samt eitthvað púkalegt. Ímyndin sem ég hafði var neikvæð en mótið hljómaði of vel til að sleppa kynningunni þannig að við ákváðum nokkur að fara á kynninguna,“ segir Marta sem fór á fundinn, heillaðist, borgaði fljótlega staðfestingargjaldið fyrir mótið og eftir það varð ekki aftur snúið.

„Fyrst ætlaði ég að hætta strax eftir ferðina á mótið, ætlaði sko ekki að taka þátt í skátastarfi, það var of hallærislegt fyrir mig, ætlaði bara í þessa flottu ferð,“ segir Marta sem fór þá um sumarið á Evrópumótið sem haldið var hérlendis árið 2009.

„Ég mætti á mótið og þetta var það tjúllaðasta sem ég hafði gert á ævinni, ég elskaði hverja einustu mínútu. Þegar við komum heim, sendi skátaforinginn okkar í gamni tengil á skátamót í Kenía árið eftir og við skráðum okkur strax daginn eftir. Ég var bara heilluð af þessu og fannst þetta alveg geggjað,“ segir hún en við tók fjáröflun og skipulagning.
„Veturinn var undirlagður. Það var í okkar höndum að koma okkur þangað. Það voru íslenskir fararstjórar sem sáu um stóru praktísku málin en eftir stóðu persónulegu málin,“ segir Marta og útskýrir að hún hafi sjálf þurft að setja upp fjárhagsplan, fara í bólusetningar og skipuleggja fjáröflun. „Áður hafði ég verið í fjáröflun þar sem einhver annar sá um að segja mér hvar og hvenær ég ætti að mæta og hvað ég ætti að gera.“

mbl.is


Hún segir það hafa verið þroskandi að þurfa að kljást við þetta sjálf ásamt jafnöldrum en þau skipulögðu til dæmis bíósýningar í samvinnu við Sambíóin auk þess að taka að sér hin ýmsu verkefni og selja hitt og þetta.

„Þetta var heilmikið verkefni þennan veturinn en við fórum líka í útilegur og sóttum viðburði á landsvísu þar sem maður kynntist öðrum krökkum. Þetta voru helgarútilegur og líka vikulegir fundir,“ segir Marta en þetta var fyrsta vetur hennar í framhaldsskóla en hún gekk í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.

Ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum

Hún segir að margir á hennar aldri hafi á þessum tíma byrjað að drekka áfengi og en hún hafi verið með hugann við Keníaferðina en ekki partístand og fannst hún ekki getað tekið þátt í þessu. „Og enn þann dag í dag er ég ekki byrjuð að drekka. Ég var á þessum aldri oft spurð að því af hverju ég drykki ekki og ég svaraði bara að ég hefði eiginlega misst af því, ég var upptekin við annað. Það var ekki hægt að eyða krónu í eitthvert rugl og heldur ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum. Ég var búin að ákveða að peningurinn færi í þessa ferð. Þó það kæmi nýr sími á markaðinn var ekkert hægt að eltast við það. Ég er ánægð með mig þegar ég hugsa um þetta núna, að ég hafi staðið með sjálfri mér og ákveðið að taka þátt í skátastarfinu af fullum krafti þó ég vissi það mætavel að mörgum þætti það hallærislegt enda fannst mér það sjálfri áður en ég kynntist starfinu,“ segir Marta sem hefur farið á hverju sumri síðan til útlanda með skátunum þannig að skátastarfið hefur leitt hana á margar spennandi slóðir innan- og utanlands.

„Það sem við erum að gera í dag og síðustu hundrað árin er það sem er í tísku í þjóðfélaginu, náungakærleikur, að vera trúr sjálfum sér, vera virkur í samfélaginu, vilja skapa betri heim, hugsa um náttúruna og náungann,“ segir hún að ógleymdri útivistinni.

„Við erum mikið í útivistinni og allskonar ferðum, í tjöldum eða skálum en það eru skátaskálar hér og þar um landið. Maður er oft í varnarstöðu gagnvart því að það sé litið niður á þetta starf. Þetta er svo mikið skotmark, það er orðið frekar þreytt en við höldum okkar striki og þeir sem vilja dæma án þess að vita um hvað þetta snýst, það er þeirra mál.“

Ítarlegt viðtal er við Mörtu Magnúsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...