Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi.

Ekki er vitað hve alvarleg meiðsl ferðamannsins eru, en þau eru þó talin nokkuð alvarleg.

Búið er að boða út björgunarsveitir á Suðurlandi og eru þær á leið á vettvang.

Uppfært klukkan 15:17 

Að sögn lögreglunnar á Selfossi átti atburðurinn sér stað við Grænagil í Landmannalaugum, þar sem erlend kona hrasaði og fékk við það áverka á höfuð. Er þyrlan nú búin að sækja konuna og er á leið með hana á Landpítalann til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert