Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

„Þrátt fyrir að hafa fengið auka sálfræðigildi náum við ekki að sinna fólki eins og við myndum vilja. Það hefur verið sett í forgang að þeim sem brjóta kynferðislega af sér, einkum og sér í lagi gegn börnum, sé boðin sálfræðimeðferð og eða eftirfylgni,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Félagsmálastofnun.

Anna er einn þriggja sálfræðinga sem starfa innan stofnunarinnar en þeir sinna 600 manns í mismiklum mæli. Þar af eru um 200 fangar í afplánun en aðrir skjólstæðingar eru þeir sem hafa fengið reynslulausn, eru á áfangaheimilum og sinna samfélagsþjónustu. Þá eru tveir félagsráðgjafar innan stofnunarinnar en til samanburðar er um ein félagsráðgjafi á hverja 20 fanga í Danmörku.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um möguleika afbrotamanna til að ná betrun, innan fangelsis og utan og rætt við sérfræðinga um málið ásamt formanni Félags fanga.

Hvað um menn sem hafa hlotið dóm vegna heimilisofbeldis? Geta þeir sem koma inn fyrri ofeldisdóm farið í gegn afplánun án þess að hitta nokkurn tíman sálfræðing?

„Því miður hafa þeir ekki verið í forgangi hingað til. Það getur farið svo að einhver komi inn fyrir heimilisofeldi eða annað ofbeldi og fari í gegnum kerfið án þess að hitta sálfræðing og við höfum þá bara því miður ekki ráðrúm til þess að sinna því, við höfum þurft að draga línuna einhvers staðar og í augnablikinu er það fólk með langa ofbeldisdóma, 4-5 ár eða meira, sem hefur verið í forgangi. Það hefur líka orðið vakning í heimilisofbeldismálum undanfarið, ekkert langt síðan að fangelsisdómar fóru að falla að einhverju ráði í þeim flokki9 svo við verðum kannski bara að herða okkur þar, ekki bara gagnvart heimilisofbeldi heldur hjá þeim sem beita almennt ofbeldi,“ segir Anna. 

Villuhugmyndir án aðstoðar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands hefur að undanförnu heimsótt fangelsin með breskum afbrotafræðingi í tengslum við rannsókn sem þeir eru að vinna að. Þá hafa nemendur hans einnig gert rannsóknir í fangelsunum og fyrir tveimur árum skrifaði Hildur Hlöðversdóttir meistararitgerð í félagsfræði sem kom beint inn á aðlögun fanga að samfélaginu að lokinni afplánun.

„Margt áhugavert kom þar fram, ekki síst í ljósi þess að við náðum til 75% fanga sem sátu inni á þeim tíma. Það sem er ánægjulegt er að mun fleiri fangar stunda nám en áður eða um helmingur þeirra en námið hjálpaði þeim ekki bara að fá vinnu heldur einnig að byggja upp sjálfstraust.

Við spurðum fangana hvort þeir hefðu fengið meðferðar- eða vistunaráætlun í afplánuninni. Um helmingur sagðist ekki hafa fengið slíka áætlun sem var áskilin í þáverandi lögum um fangelsi,“ segir Helgi og bætir við að meðferð og áætlun þar að lútandi ætti að vera hluti af afplánuninni.

„Ekki hefur verið unnt að verða við því á fullnægjandi hátt, væntanlega vegna manneklu og fjárskorts. Við höfum hins vegar séð í heimsóknum okkar í fangelsin síðustu mánuði mikinn velvilja starfsfólks í garð fanga. Að afplánunin komi þeim sem best og breski afbrotafræðingurinn hafði einmitt orð á þessu. Reynt er að út útvega mönnum eitthvað við að vera í fangelsunum þótt alltaf megi gera betur.“

Stór hluti fanga nefndi að verulega skorti á sálræna aðstoð, bæði í fangelsum og þegar út væri komið. Einnig náms- og starfsráðgjöf. 

„Yfir helmingur fanga taldi sig ekki fá nægilega aðstoð varðandi andlega heilsu sína í fanglesinu og nær 60% sögðust ekki hafa greiðan aðgang að geðlækni eða sálfræðingi í fanglesinu. Ánslíkrar aðstoðar er erfitt að vinna úr stöðu sinni og horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Sérhæfð meðferðarþjónusta er dýr og þegar menn ljúka afplánun og þurfa að sækja sér slíka þjónustu er ekkert gefið að þeir fái hana í gegnum heilbrigðiskerfið heldur verða þeir að borga hana sjálfir. Ef þeir fá ekki aðstoð geta alls kyns villuhugmyndir gert vart við sig og það er mjög hættulegt,“ segir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson
Helgi Gunnlaugsson

Jarðvegur fyrir frekari afbrot

Öllu máli skiptir hvernig tekið er á móti fólki úti í samfélaginu sem lokið hefur afplánun. Nafngreiningar dæmdra kynferðisbrotamanna í Bandaríkjunum hafa hvorki borið árangur í forvarnarskyni og brotamenn eru líklegri til að brjóta af sér aftur þar sem þeir upplifa sig hvort sem er sem útlæga.

„Við erum að plægja jarðvegin fyrir frekari afbrot ef við mætum þeim eingöngu með andúð og fordómum. Íslendingar eru hugsanlega með fyrirvara gagnvart tilteknum brotategundum en ekki föngum almennt. Á Íslandi eru kynferðisbrotamenn, sérstaklega þeir sem hafa brotið gegn börnum, í mjög erfiðri stöðu. Umræðan eins og hún hefur verið síðustu vikur gagnvart kynferðisbrotamönnum birtist þannig að þetta er hópur sem enginn vill koma nálægt, nánast eins og holdsveikir einstaklingar. Brotin geta verið skelfileg en við megum ekki gleyma manneskjunni sjálfri þótt það geti verið erfitt. Ef menn finna að þeir eru hvergi velkomnir erum við að grafa okkar eigin gröf og jafnvel ýta undir frekari afbrot. Við fáum það bara í bakið á okkur síðar með einum eða öðrum hætti. Þessir einstaklingar upplifa sig þá sem jaðarhóp og eru líklegri til að halda brotum áfram.“

 Ítarlega grein um málið er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...