Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

„Þrátt fyrir að hafa fengið auka sálfræðigildi náum við ekki að sinna fólki eins og við myndum vilja. Það hefur verið sett í forgang að þeim sem brjóta kynferðislega af sér, einkum og sér í lagi gegn börnum, sé boðin sálfræðimeðferð og eða eftirfylgni,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Félagsmálastofnun.

Anna er einn þriggja sálfræðinga sem starfa innan stofnunarinnar en þeir sinna 600 manns í mismiklum mæli. Þar af eru um 200 fangar í afplánun en aðrir skjólstæðingar eru þeir sem hafa fengið reynslulausn, eru á áfangaheimilum og sinna samfélagsþjónustu. Þá eru tveir félagsráðgjafar innan stofnunarinnar en til samanburðar er um ein félagsráðgjafi á hverja 20 fanga í Danmörku.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um möguleika afbrotamanna til að ná betrun, innan fangelsis og utan og rætt við sérfræðinga um málið ásamt formanni Félags fanga.

Hvað um menn sem hafa hlotið dóm vegna heimilisofbeldis? Geta þeir sem koma inn fyrri ofeldisdóm farið í gegn afplánun án þess að hitta nokkurn tíman sálfræðing?

„Því miður hafa þeir ekki verið í forgangi hingað til. Það getur farið svo að einhver komi inn fyrir heimilisofeldi eða annað ofbeldi og fari í gegnum kerfið án þess að hitta sálfræðing og við höfum þá bara því miður ekki ráðrúm til þess að sinna því, við höfum þurft að draga línuna einhvers staðar og í augnablikinu er það fólk með langa ofbeldisdóma, 4-5 ár eða meira, sem hefur verið í forgangi. Það hefur líka orðið vakning í heimilisofbeldismálum undanfarið, ekkert langt síðan að fangelsisdómar fóru að falla að einhverju ráði í þeim flokki9 svo við verðum kannski bara að herða okkur þar, ekki bara gagnvart heimilisofbeldi heldur hjá þeim sem beita almennt ofbeldi,“ segir Anna. 

Villuhugmyndir án aðstoðar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands hefur að undanförnu heimsótt fangelsin með breskum afbrotafræðingi í tengslum við rannsókn sem þeir eru að vinna að. Þá hafa nemendur hans einnig gert rannsóknir í fangelsunum og fyrir tveimur árum skrifaði Hildur Hlöðversdóttir meistararitgerð í félagsfræði sem kom beint inn á aðlögun fanga að samfélaginu að lokinni afplánun.

„Margt áhugavert kom þar fram, ekki síst í ljósi þess að við náðum til 75% fanga sem sátu inni á þeim tíma. Það sem er ánægjulegt er að mun fleiri fangar stunda nám en áður eða um helmingur þeirra en námið hjálpaði þeim ekki bara að fá vinnu heldur einnig að byggja upp sjálfstraust.

Við spurðum fangana hvort þeir hefðu fengið meðferðar- eða vistunaráætlun í afplánuninni. Um helmingur sagðist ekki hafa fengið slíka áætlun sem var áskilin í þáverandi lögum um fangelsi,“ segir Helgi og bætir við að meðferð og áætlun þar að lútandi ætti að vera hluti af afplánuninni.

„Ekki hefur verið unnt að verða við því á fullnægjandi hátt, væntanlega vegna manneklu og fjárskorts. Við höfum hins vegar séð í heimsóknum okkar í fangelsin síðustu mánuði mikinn velvilja starfsfólks í garð fanga. Að afplánunin komi þeim sem best og breski afbrotafræðingurinn hafði einmitt orð á þessu. Reynt er að út útvega mönnum eitthvað við að vera í fangelsunum þótt alltaf megi gera betur.“

Stór hluti fanga nefndi að verulega skorti á sálræna aðstoð, bæði í fangelsum og þegar út væri komið. Einnig náms- og starfsráðgjöf. 

„Yfir helmingur fanga taldi sig ekki fá nægilega aðstoð varðandi andlega heilsu sína í fanglesinu og nær 60% sögðust ekki hafa greiðan aðgang að geðlækni eða sálfræðingi í fanglesinu. Ánslíkrar aðstoðar er erfitt að vinna úr stöðu sinni og horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Sérhæfð meðferðarþjónusta er dýr og þegar menn ljúka afplánun og þurfa að sækja sér slíka þjónustu er ekkert gefið að þeir fái hana í gegnum heilbrigðiskerfið heldur verða þeir að borga hana sjálfir. Ef þeir fá ekki aðstoð geta alls kyns villuhugmyndir gert vart við sig og það er mjög hættulegt,“ segir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson
Helgi Gunnlaugsson

Jarðvegur fyrir frekari afbrot

Öllu máli skiptir hvernig tekið er á móti fólki úti í samfélaginu sem lokið hefur afplánun. Nafngreiningar dæmdra kynferðisbrotamanna í Bandaríkjunum hafa hvorki borið árangur í forvarnarskyni og brotamenn eru líklegri til að brjóta af sér aftur þar sem þeir upplifa sig hvort sem er sem útlæga.

„Við erum að plægja jarðvegin fyrir frekari afbrot ef við mætum þeim eingöngu með andúð og fordómum. Íslendingar eru hugsanlega með fyrirvara gagnvart tilteknum brotategundum en ekki föngum almennt. Á Íslandi eru kynferðisbrotamenn, sérstaklega þeir sem hafa brotið gegn börnum, í mjög erfiðri stöðu. Umræðan eins og hún hefur verið síðustu vikur gagnvart kynferðisbrotamönnum birtist þannig að þetta er hópur sem enginn vill koma nálægt, nánast eins og holdsveikir einstaklingar. Brotin geta verið skelfileg en við megum ekki gleyma manneskjunni sjálfri þótt það geti verið erfitt. Ef menn finna að þeir eru hvergi velkomnir erum við að grafa okkar eigin gröf og jafnvel ýta undir frekari afbrot. Við fáum það bara í bakið á okkur síðar með einum eða öðrum hætti. Þessir einstaklingar upplifa sig þá sem jaðarhóp og eru líklegri til að halda brotum áfram.“

 Ítarlega grein um málið er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert