Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

Ágústa Eva og Gunni skipa Sycamore Tree.
Ágústa Eva og Gunni skipa Sycamore Tree. mbl.is/RAX

Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina.

Hljómsveitin Sycamore Tree sendir frá sér sína fyrstu plötu, Shelter, um helgina og verða tónleikarnir á útgáfudaginn, sunnudaginn 24. september, í Kaldalóni í Hörpu. Hljómsveitina skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Þau eru bæði þekkt í öðrum listamannahlutverkum en Ágústa Eva er jafnframt leikkona og Gunni er þekktur fatahönnuður (GK, Andersen & Lauth, Freebird). Það er ekki lengra síðan en í júlí í fyrra að hann sendi henni skilaboð um samstarf, sem hefur gengið vel og nú rúmlega ári síðar er fyrsta platan tilbúin. Nokkur lög hafa þegar komið út og hafa þessir hugljúfu tónar átt upp á pallborðið hjá íslenskum útvarpsstöðvum.

„Hann er náttúrlega færibandamaður. Það eru ekki margir listamenn sem eru með svona gott verkvit og skipulag. Við getum verið með svolítið spes heila og verið í ákveðnu tímaleysi en þessi er búinn að fá svo góða þjálfun í tískubransanum,“ segir Ágústa Eva um samstarfsmann sinn og hann viðurkennir það.

Frelsi í skipulaginu

„Í mínum heimi, ef þú missir af skilafrestinum, ertu dauður. Þú ert hluti af risastóru apparati sem gengur á tímalínu og þú verður bara að skila þínu. Þú getur ekki leyft þér munaðinn að vera sá listamaður sem vaknar upp dag eftir dag og segir: nei, mér líður ekki eins og ég geti skapað í dag,“ segir hann og heldur áfram: „Þú getur ekki leyft þér þann munað lengi að bíða eftir andagiftinni. Hún kemur með vinnunni,“ segir hann.

„Það felst mikið frelsi í skipulaginu,“ segir Ágústa Eva en þau eru bæði óhrædd við að framkvæma hlutina.

Upphafið að þessu verkefni liggur hjá Gunna. „Ég ákvað að gera plötu 1. janúar 2016 og talaði við Ómar mánuði síðar,“ segir hann og á þar við Ómar Guðjónsson, gítarleikara með meiru, en hann útsetti lögin.

Gunni notar símann í hugmyndavinnu, tekur upp þegar hann spilar á gítarinn og grunnurinn að fyrsta laginu varð til strax á nýársdag. Það var lagið „My Heart Beats for You“ sem er fyrsta lagið á plötunni og jafnframt fyrsta lagið sem þau tóku upp.

Þau þekktust ekki áður en Ómar er tengingin á milli þeirra tveggja en hann er góður vinur beggja.

Hvernig vissirðu að Ágústa Eva myndi passa svona vel inn í þetta verkefni?
„Það er bara röddin, ég hef alltaf verið svo hrifinn af röddinni hennar.“
Hann nefnir til dæmis Megasarlagið „Lengi skal manninn reyna“ sem Ágústa Eva söng. Síðan má ekki gleyma Silvíu Nótt. „Alveg frábærar raddir í því verkefni, allt öðruvísi beiting en maður heyrir að það er ótrúlega mikil næmni í röddinni, sem við Ómar vissum að myndi passa fullkomlega fyrir þetta.“

Samstarf þeirra við Ómar hefur verið gefandi. „Hann er sjálfur ekki vanur að vera pródúsent fyrir aðra þó hann sé með mikla reynslu sem tónlistarmaður,“ segir Gunni.

„Stór partur af honum er djassinn, þessi spunaheimur þar sem allt er hægt og allt í boði. Þetta á vel við hann. Hann er ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir frekar en við,“ segir Ágústa Eva um vinnslu plötunnar.

Allsber og brothætt

En hvernig skyldi henni síðan hafa fundist að syngja þessi lög?

 „Mér finnst það mjög eðlilegt. Þetta er ekkert mál einhvern veginn, þetta er allt á jafnsléttu. Vanalega syng ég tónlist sem annað fólk hefur sungið áður. Það er allt annað. Núna er ég til dæmis að æfa fyrir Ellu Fitzgerald-tónleika. Það er bara söngleikfimi. Ég hef líka sungið arabískan söngspuna. Mér finnst gaman að ráðast í þannig verkefni en síðan er allt öðruvísi að ganga í eitthvað svona sem er algjörlega autt blað, bara einhverjar nótur. Þetta eru fallegar einfaldar ballöður,“ segir hún og Gunni tekur við:

„Fyrsta skrefið er að hittast tvö og vinna með lögin áður en við förum í stúdíóið, bara röddin hennar og gítarinn. Þá eru lögin algjörlega allsber og brothætt.“

Þau lýsa þessu bæði sem skemmtilegu verkefni og segja ferlið hafa verið „eðlilegt og heiðarlegt“.

Það er líka einhver einlægni og næmni í tónlistinni. „Það er grunnurinn í þessu, þessir tilfinningastrengir og svo er búið til heimili utan um þau,“ segir hún en lögin fjalla um ástina frá ýmsum hliðum en Gunni semur textana.

Litbrigði ástarinnar

„Við erum ekki viðkvæm að segja þessa hluti,“ segir hann.

„Það er helst ég sem er viðkvæm fyrir því,“ segir Ágústa Eva. „Hann skrifar eitthvað fallegt og einlægt og ég segi bara, nei, þetta er alltof væmið! Ástin vekur allskonar tilfinningar og er af öllum stærðum og gerðum hvort sem hún er til barns, fullorðins eða fjölskyldu. Litbrigði ástarinnar eru svo mörg,“ segir Ágústa Eva og bætir við að þó lögin séu ástarlög séu þau ólík.

„Ástin er falleg, sár, ljót og bitur, sæt og allskonar,“ segir Gunni. „Lífið er langt og flókið. Við eigum mörg orð yfir snjó og slyddu en við ættum frekar að eiga svona mörg orð um ást. Hún er miklu flóknara fyrirbæri.“

Gunni er búinn að vera með konu sinni, Kolbrúnu, í 25 ár. „Gift í 23 ár. Ég á vini sem hafa verið giftir fjórum sinnum á þessum tíma!“

Ástarljóðin komu á hárréttum tíma fyrir naglann Ágústu Evu.

„Ef ég væri ekki svona ástfangin sjálf veit ég ekki hvort ég hefði gefið þessu séns,“ segir hún en maður hennar er Aron Pálmarsson handboltamaður og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman í byrjun nóvember. Fyrir á Ágústa Eva sex ára dreng.

„Ef Gunni hefði komið með þetta til mín á einhverjum öðrum tíma hefði ég sagt nei. En það var bara eins og hann væri að skrifa um mínar tilfinningar og líf mitt. Þegar það kom erfitt lag eða skilnaðarlag, þá stóð þannig á að maðurinn minn var akkúrat að fara til útlanda. Þetta var mjög auðvelt fyrir mig tjáningarlega.“

Verður að vera heiðarlegt

Hún tók því væmninni fagnandi nú en á sama tíma er henni annt um skilaboðin og hvernig hún segir söguna. „Það er leikarinn í manni, maður er að búa til heim og hugsa um hvaðan er maður að koma, hvað maður er að segja og hvað maður vill. Þetta verður að vera heiðarlegt til að vera satt og til þess að ganga upp. Ef maður er bara að syngja einhvern texta og er ekkert að hugsa um meininguna og leggja neitt frá sjálfum sér í það, held ég að fáir nenntu að hlusta. Fólk finnur að það er eitthvað satt í tónlistinni og eitthvað sem það tengir við.“

Platan heitir Shelter og segir Ágústa Eva hana einmitt vera „skjól í þessum harða heimi“.
Þau hugsa bæði á sjónrænan hátt enda er Gunni fatahönnuður og Ágústa Eva er bæði myndlistar- og hönnunarmenntuð. „Þetta er svo stór partur af tónlistinni. Þess vegna hlökkum við mikið til að flytja þessa tónlist á okkar forsendum á tónleikunum, miðla betur tilfinningunum og því sem við erum að skapa,“ segir hún.

Á útgáfutónleikum njóta þau krafta fjölda valinkunnra hljóðfæraleikara sem endurskapa stóran hljóðheim plötunnar. Meðal gesta verða Arnar Guðjónsson, Arnar Gíslason, Samúel Jón Samúelsson, Roland Hartwell, Örnólfur Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir og Dagný Halla Björnsdóttir.

„Þessi plata; nú erum við búin að loka henni og ég get ekki beðið með að byrja á næstu. Það er bara búið að segja einn kafla í sögunni,“ segir Gunni þannig að Sycamore Tree á enn eftir að vaxa og breiða úr sér.

Innlent »

Á von á að það verði af verkfallinu

22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...