Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

Tvö staðfest dæmi um ferðamenn í íbúðum Félagsbústaða.
Tvö staðfest dæmi um ferðamenn í íbúðum Félagsbústaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram fyrirspurn 17. ágúst um eftirlit Félagsbústaða með framleigu íbúða í eigu félagsins. Þar var óskað eftir upplýsingum um hvort íbúðir í eigu félagsins væru framleigðar til ferðamanna, eins og t.d. á Airbnb eða öðrum sambærilegum síðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Svar Félagsbústaða var lagt fram á fundi borgarráðs 21. september. Þar kom m.a. fram að Félagsbústaðir hefðu ekki skipulagt eftirlit með framleigu íbúða í eigu félagsins. „Í nokkur skipti hafa hinsvegar borist ábendingar frá nágrönnum eða öðrum um að íbúðir félagsins væru framleigðar. Allar slíkar ábendingar eru kannaðar. Tvisvar hefur það gerst að sannað þótti að íbúð væri leigð út til ferðamanna,“ sagði í svarinu. Í fyrra tilvikinu var viðkomandi leigjanda send aðvörun og í því síðara var leigusamningi rift.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert