„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Frá Sýrlandi til Evrópu | 23. september 2017

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Lina Ashouri kom hingað til lands ásamt sonum sínum fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári en þau voru í fyrsta hópi Sýrlendinga sem kom í boði íslenskra stjórnvalda. Lina er menntaður tannlæknir en hefur ekki getað starfað sem slíkur síðan hún neyddist til þess að flýja heimalandið árið 2013. Eiginmaður hennar lést í Tyrklandi eftir erfið veikindi en banamein hans var krabbamein.

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Frá Sýrlandi til Evrópu | 23. september 2017

Lina Ashouri hefur búið á Íslandi frá febrúar 2015. Hún …
Lina Ashouri hefur búið á Íslandi frá febrúar 2015. Hún kemur frá Aleppo í Sýrlandi og á ekki von á að snúa þangað aftur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lina Ashouri kom hingað til lands ásamt sonum sínum fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári en þau voru í fyrsta hópi Sýrlendinga sem kom í boði íslenskra stjórnvalda. Lina er menntaður tannlæknir en hefur ekki getað starfað sem slíkur síðan hún neyddist til þess að flýja heimalandið árið 2013. Eiginmaður hennar lést í Tyrklandi eftir erfið veikindi en banamein hans var krabbamein.

Lina Ashouri kom hingað til lands ásamt sonum sínum fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári en þau voru í fyrsta hópi Sýrlendinga sem kom í boði íslenskra stjórnvalda. Lina er menntaður tannlæknir en hefur ekki getað starfað sem slíkur síðan hún neyddist til þess að flýja heimalandið árið 2013. Eiginmaður hennar lést í Tyrklandi eftir erfið veikindi en banamein hans var krabbamein.

mbl.is/Kristinn Garðarsson


Þegar Lina flúði frá Aleppo ásamt eiginmanni og þremur sonum var búið að sprengja húsið þeirra í tvígang. Stríðið náði til Aleppo í ágúst 2012 og hálfu ári síðar forðaði fjölskyldan sér. Þau komust til Tyrklands þar sem þau voru í tvö ár áður en þau fengu boð um að fara til Íslands á vegum íslenskra stjórnvalda og Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

„Ég leitaði til Sameinuðu þjóðanna vegna veikinda mannsins míns þar sem hann fékk ekki þá læknishjálp sem hann þurfti á að halda í Tyrklandi þar sem hann var flóttamaður. Við þurftum að flytja oft þessi tvö ár sem við bjuggum í Tyrklandi og það tók á. Ég sótti því um að fara til einhvers lands í Evrópu þar sem hægt væri að fá góða læknisþjónustu en hann dó áður en við komumst hingað,“ segir Lina.

Hún segir að í raun og veru hafi henni verið sama hvert þau færu svo lengi sem drengirnir þeirra fengju að mennta sig og hún gæti unnið við fagið sem hún menntaði sig í;  sem tannlæknir.

Synir Linu; Aser, Jad og Jalal Kroma.
Synir Linu; Aser, Jad og Jalal Kroma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir yngri synir Linu komu ásamt henni hingað en elsti sonur hennar, Jalal, hafði fengið styrk til þess að stunda nám í læknisfræði í Frakklandi. Hann fór því þangað en Lina og tveir synir hennar, Jad og Aser, fóru til Íslands. Alls voru 11 Sýrlendingar í hópnum sem kom hingað 1. febrúar 2015.

Jalal kom síðan til Íslands eftir ársdvöl í Frakklandi þar sem styrkurinn var aðeins til eins árs. Hans draumur er að fara aftur til Frakklands og ljúka náminu en það gerist ekki nema hann fái styrki til þess þar sem fjárhagsstaða fjölskyldunnar leyfir ekki annað.

Erfitt að fóta sig fyrsta árið

Lina segir að fyrsta árið hér hafi verið skelfilegt. „Ég talaði ekki íslensku og var ekki í samskiptum við annað fólk. Auðvitað voru það viðbrigði að koma í íslenskan vetur en það skipti ekki öllu máli heldur var miklu erfiðara að reyna að fóta sig í nýju samfélagi og á sama tíma að glíma við sorgina eftir missinn,“ segir Lina.

Synir Linu töluðu ensku áður en þeir komu til Íslands þar sem þeir höfðu verið í alþjóðlegum skóla í Aleppo. Jad, sem er að verða 19 ára, er í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann lýkur námi í vor og Asir, sem er 16 ára, lauk grunnskólanámi í vor og hóf nám við MH í haust. Hún segir að þeir séu mjög ánægðir á Íslandi og þeim hafi verið vel tekið af öllum. Jalal er 21 árs og skilur orðið íslenskuna ágætlega en talar hana ekki. Tveir yngri tala bæði og skrifa íslensku.

Austurhluti Aleppo er í rúst. Þar býr þó enn fólk. …
Austurhluti Aleppo er í rúst. Þar býr þó enn fólk. Hér eru börn að leik í Karm al-Jabal hverfinu. AFP

Yassar, bróðir Linu, býr með henni á Íslandi en hann er lögfræðingur. Hann kom hingað á eigin vegum og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi og fékk líkt og Sýrlendingar fá enda telst Sýrland ekki öruggt land. Tveir bræður þeirra búa enn í Aleppo og að sögn Linu ná þau stundum sambandi við þá.

En það getur gengið brösuglega þar sem netsamband og rafmagn eru af skornum skammti í Aleppo og stundum heyrist ekkert frá þeim vikum saman. Yfirleitt er erfiðast að ná sambandi þegar mest reynir á, það er þegar árásirnar eru sem flestar í borginni og nágrenni, segir Lina.

Lina er menntaður tannlæknir og vonast til þess að fá …
Lina er menntaður tannlæknir og vonast til þess að fá að starfa við fag sitt hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún segir að flóttinn hafi gengið stóráfallalaust en Aleppo er ekki mjög langt frá landamærum Tyrklands.

„Við gátum ekki farið hefðbundna leið heldur fórum við krókaleiðir til þess að komast yfir landamærin. Við biðum á landamærunum í sólarhring þar sem það var mjög erfitt að fá leyfi til þess að fara yfir landamærin og margir sem neyddust til þess að setjast að við landamærin Sýrlandsmegin,“ segir Lina.

Betra að raða í hópa eftir getu heldur en uppruna

Þegar Lina kom til Íslands fór hún á íslenskunámskeið ásamt öðrum úr flóttamannahópnum. Hún segir að ýmislegt mætti betur fara varðandi íslenskukennsluna þar sem betra sé að raða fólki saman eftir getu heldur en uppruna. Hún var búin með langskólanám í Sýrlandi líkt og fleiri í hópnum á meðan aðrir á námskeiðinu voru kannski ólæsir og óskrifandi.

„Ég er búin með fimm stig í íslensku en þar sem hópurinn er svo ólíkur þá gengur hægt að ljúka við námsbækurnar og því vantar töluvert upp á í málfræðinni. Ég held að fénu hafi verið betur varið með því að senda mig í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands. Ég hefði verið ánægðari, ég hefði lært meira og félagsþjónustan hefði borgað minna,“ segir Lina og bendir á að þegar upp væri staðið væri ódýrara fyrir stjórnvöld að leyfa þeim sem hafa getu til að fara í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla Íslands í stað námskeiða hjá málaskólum sem skili ekki jafnmiklu.

Hvernig átti ég að fara að án bóta?

„Ég sagði við félagsráðgjafann að ég vildi frekar fara í háskólann en hann sagði að það myndi þýða að ég fengi ekki bætur. Hvernig ætti ég að fara að án þess að fá bætur? Ég er ekki komin með leyfi til þess að vinna hér sem tannlæknir og get því ekki séð fyrir mér og sonum mínum. Á þessum tíma var ég ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt þannig að ég átti ekki einu sinni rétt á því að fá námslán,“ segir Lina.

Lina segir að það hafi tekið heilt ár að fá einhverjar upplýsingar um hvernig hún gæti sótt um tannlæknaleyfi á Íslandi. Hún segir að það hafi verð mjög erfitt að eiga við félagsþjónustuna hvað þetta varðar og fyrsta árið á Íslandi hafi eiginlega bara farið í súginn.

Ómetanleg aðstoð frá einstaklingum

„Eftir að ég lærði smá íslensku frétti ég af námskeiði hjá Soroptomista-félaginu. Þær eru með íslenskukennslu fyrir útlenskar konur sem eru að koma sér fyrir í íslensku samfélagi í Seljakirkju. Þar kynntist ég konum sem hafa aðstoðað mig mikið. Frábærar konur sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Meðal annars Erla Árnadóttir lögfræðingur sem hefur hjálpað mér við að óska eftir leyfi til þess að stunda mitt fag hér á Íslandi,“ segir Lina.

Mjög erfitt er að fá upplýsingar um námsferil sendar frá háskólum í Sýrlandi eins og gefur auga leið þar sem þar hefur geisað stríð í meira en sex ár. Prófessorinn hennar Linu í Aleppo-háskóla er líkt og stór hluti þjóðarinnar flúinn frá Sýrlandi og starfar í Þýskalandi. Hann gat sent staðfestingu á námi Linu og starfi í Sýrlandi til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Tannlæknafélagsins. Eftir það fór boltinn að rúlla.

Jalal Kroma, Lina Ashouri, Aser og Jad.
Jalal Kroma, Lina Ashouri, Aser og Jad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tannlæknafélagið hjálpaði mér mikið í samskiptum við tannlæknadeildina hér við Háskóla Íslands og loksins er að sjá fyrir endann á þessu þar sem ákveðið hefur verið að ég eigi að taka próf við deildina, verklegt og munnlegt. Það versta er hversu léleg ég er enn í íslensku og ég kvíði fyrir því að tjá mig á íslensku. Ég er orðin ágæt í að lesa íslensku en það er mjög erfitt að tala íslensku skammlaust. Það er eiginlega það sem ég set mest út á við hvernig staðið er að móttöku flóttafólks á Íslandi. Að ekki sé meiri og betri áhersla á íslenskunám. Ég er líka þakklát fyrir alla þá miklu hjálp sem ég hef fengið frá einstaklingum hér á Íslandi. Í raun ómetanlega aðstoð sem hefur skipt mig miklu máli. Fólk sem hefur hvatt mig áfram þegar mér finnst ekkert miða áfram,“ segir Lina.

Reiðubúnir að aðstoða þá sem eru til í að leggja á sig

Lina fékk íslenskan ríkisborgararétt í maí og Asal sonur hennar. Hún sótti um ríkisborgararétt í fyrra en fékk ekki en sótti um aftur í vor.

„Þá fékk ég jákvætt svar enda hef ég sýnt fram á að ég er að leggja mig fram. Ég er að læra íslensku og ég er að sækja um að geta unnið hér á landi. Ég finn það hjá Íslendingum að ef þeir finna að maður vill svo sannarlega standa sig og komast inn í íslenskt samfélag og skila sínu til þjóðfélagsins þá eru þeir reiðubúnir til þess að hjálpa manni,“ segir Lina.

Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Tannlæknadeild Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún segist vonast til þess að eldri synirnir fái líka íslenskan ríkisborgararétt þannig að þeir eigi möguleika á að læra hér eða annars staðar í Evrópu í stað þess að þurfa að vera á milli vonar og ótta á hverju ári um að fá leyfi til þess að stunda sitt nám.

„Ég vil hvergi annars staðar vera“

Lina segir fjölskylduna ekki hafa orðið  fyrir neinum fordómum hér á landi og þau vilji búa hér áfram.

„Eftir að ég fékk ríkisborgararétt þá er ég Reykvíkingur og Íslendingur. Ég vil hvergi annars staðar vera. Flestir vinir og ættingjar eru flúnir frá heimilum sínum í Sýrlandi og eru annaðhvort á flótta í heimalandinu eða annars staðar. Ég sé ekki fyrir mér hvernig verði hægt verði að byggja Sýrland upp næstu árin því eyðileggingin er alger á sumum stöðum.

mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðasson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is