Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

PIP brjóstpúðar.
PIP brjóstpúðar.

Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir einni konunni sem stendur í málaferlunum, en þær halda nánum samskiptum í lokuðum hópi á Facebook, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég lít ekki á þetta eins og þessu sé lokið, þetta er bara hálfnað,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið í fjölmiðlum. Að frádregnum málskostnaði fyrra málsins og áfrýjunarkostnaði fá konurnar greiddar 2.000 evrur, sem er um 255 þúsund krónur á gengi gærdagsins. „Þetta er mjög lítil upphæð, en það er gott að byrja að fá einhverjar greiðslur svo þetta séu ekki sex ár sem maður er ekki að fá neitt upp í hendurnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert