Kom hingað til að lifa af

Majid Zarei kom hingað til lands í mars 2016. Hann ...
Majid Zarei kom hingað til lands í mars 2016. Hann er 26 ára gamall flóttamaður frá Íran. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan fyrir því að Majid flúði eru pólitískar og fékk hæli á þeim grundvelli á Íslandi.

mbl.is/Kristinn Garðasson

Í höndum smyglara að ákveða áfangastaðinn

Að sögn Majid var hringt í hann einn daginn og hann varaður við því að koma heim til sín þar sem leyniþjónustan biði hans þar. Síðan þá hefur hann verið flóttamaður. Hann fór með aðstoð smyglara til Tyrklands og í desember 2015 hófst flóttinn þaðan með aðstoð smyglara. „Það var í þeirra höndum að ákveða hvert ég færi,“ segir Majid.

Með því að kaupa þjónustu smyglara var Majid algjörlega upp á þá kominn. „Mér var komið fyrir í flutningalestum, gámum flutningabíla og svo mætti lengi telja frá Tyrklandi og alla leið hingað,“ segir Majid og segist ekki geta sagt hvert ferðalagið leiddi hann. Því hann viti það ekki.

Majid leitaði til smyglara strax í Íran og þeir komu honum til Tyrklands. Þaðan var farið með bát yfir til Evrópu en Majid, líkt og svo margir aðrir flóttamenn, lenti ítrekað í sjávarháska.

Tilraunirnar við að komast yfir hafið voru nokkrar þangað til hann kom annaðhvort til Ítalíu eða Grikklands. „Ég var falinn í vélarrými fiskibáts og sá ekki neitt,“ segir hann. Þaðan var farið með Majid í flutningabíl, svo lest en á þessari leið var hann falinn í gámi þannig að ekki er mögulegt fyrir hann að upplýsa um leiðina þegar blaðamaður spyr hann.

Majid dvaldi nokkrar vikur í húsi einhvers staðar í Evrópu þar sem dregið var fyrir alla glugga og þaðan fór hann á flugvöll þaðan sem hann flaug til Íslands. Á flugvellinum fylgdi hann tilmælum eins smyglarans sem sýndi honum með látbragði hvernig hann ætti að komast hingað. Við komuna til landsins framvísaði hann fölsuðu vegabréfi og farmiðanum.

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var fyrsti dvalarstaður Majid á Íslandi en ...
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var fyrsti dvalarstaður Majid á Íslandi en hann var dæmdur í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. mbl.is/Golli

Spurður hvers vegna hann hafi verið dæmdur í fangelsi segir hann ástæðuna vera þá að hann var með fölsuð skilríki og í raun hafi hann átt að sitja í fangelsi í einn mánuð en refsingin var stytt í tvær vikur.

Eftir að Majid var látinn laus var hann fluttur í Bæjarhraun í Hafnarfirði þar sem hælisskráningar fara fram. Eftir viðtal var hann fluttur í Arnarholt á Kjalarnesi þar sem hann dvaldi tímabundið á vegum Útlendingastofnunar.

Eignaðist fjölskyldu á Íslandi

Í apríl var umsókn hans um vernd hér á landi samþykkt og í kjölfarið fékk hann húsnæði til að búa í með aðstoð góðra vina sem hann kynntist fljótlega eftir komuna hingað.

„Ég vissi ekki neitt um Ísland og  þekkti ekki nokkra sálu hér áður ég kom hingað. Ég hef kynnst hér frábæru fólki sem eru vinir mínir og fjölskylda,“ segir Majid. Þeir hafi veitt honum ómetanlegan stuðning við að koma sér fyrir í nýju landi.

„Ég var að flýja aðstæður sem þessar í heimalandinu, það er fangelsi og svo er ég settur beint í fangelsi hér,“ segir Majid og brosir.

„Allan tímann var ég viss um að þeir myndu senda mig aftur til Íran og ég er þakklátur fyrir að það var ekki gert. Því ég er í alvarlegri hættu heima fyrir einkum vegna trúar minnar. Ég vil hins vegar ekki tjá mig opinberlega um það sem gerðist nákvæmlega það er einfaldlega ekki óhætt,“ segir Majid.

Majid segir blaðamanni frá því að í Íran hafi hann búið við allsnægtir þar sem hann kemur úr góðri og vel efnaðri fjölskyldu. Hann lauk námi í byggingarverkfræði frá Apadana-háskólanum í Shiraz og býr fjölskylda hann öll enn þar fyrir fyrir utan systur hans sem einnig varð að flýja land af pólitískum ástæðum.

Fjölskyldan varð fyrir mikilli áreitni af hálfu yfirvalda vegna Majid fyrst eftir að hann lét sig hverfa en hann heldur að það hafi batnað.

„Að minnsta kosti segja þau það en kannski segja þau það bara til þess að róa mig og láta mér liða betur,“ segir Majid. Hann er í samskiptum við fjölskylduna í gegnum síma og netið en það fer leynt því mikið eftirlit er með netinu í Íran.

Mjög hefur verið rætt um fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi undanfarin ár en að sögn Majid voru ekki margir í svipaðri stöðu og hann þegar hann sótti um hæli hér á landi þar sem flestir þeirra hafi verið frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg af íslenskum stjórnvöldum, svo sem Albaníu og Makedóníu. Umsóknarferlið hafi tekið stuttan tíma og segist hann ekki hafa yfir neinu að kvarta í sínu tilviki en hann fékk alþjóðlega vernd hér um miðjan apríl 2016.

Klerkastjórn er við völd í Íran og er Hassan Rouhani ...
Klerkastjórn er við völd í Íran og er Hassan Rouhani forseti landsins. AFP

Meðal þeirra sem hafa veitt Majid aðstoð er kona sem er eins og móðir fyrir honum. „Hún hjálpaði mér að komast til læknis en ég er nýrnaveikur. Eins að finna húsnæði og í rauninni allt. Fyrst fékk ég vinnu á veitingastað og sem næturvörður í verslun. Núna starfa ég sem tæknifræðingur hjá Eykt þar sem Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri hefur veitt mér mikinn stuðning og eins eigandi Eyktar, Pétur Guðmundsson.

Páll hefur hvatt mig til þess að læra íslensku og að leggja hart að mér í vinnunni og ég hef reynt mitt besta. Ég er byrjaður í íslensku í háskólanum og vonast til þess að það skili sér í starfi mínu hjá Eykt og í framtíðinni varðandi frekari menntun í byggingarverkfræði,“ segir Majid.

Majid hóf íslenskunám hjá Dósaverksmiðjunni (The Tin Can Factory) í Borgartúni fljótlega eftir komuna hingað en nafnið er dregið af verksmiðju Ora sem þar var eitt sinn til húsa. Hann segir að hann hafi lært margt þar og geti bjargað sér á íslensku en stundum verði hann pínu ringlaður og blandi saman íslensku og ensku. Svari kannski spurningum á blendingi úr tungumálunum tveimur og enginn skilur neitt, segir Majid og hlær.

Spurður út í framhaldið og hvort hann ætli sér að setjast að á Íslandi er því auðsvarað: „Þetta er heimili mitt núna. Ég á fjölskyldu hér og hér vil ég vera.

Ég átti aldrei von á því að yfirgefa Íran og þar átti ég gott líf. Fjölskylda mín hefur það mjög gott og hefur töluverð áhrif í Shiraz. Þegar ég kom hingað byrjaði ég upp á nýtt – líf mitt fór á byrjunarreit og eiginlega neðar því ég var allslaus í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið sem hjálpaði mér er fjölskylda mín í dag en ég kynntist þeim í gegnum húsnæðisauglýsingu. Ég deili öllu með þeim og ég treysti þeim fyrir lífi mínu,“ segir Majid.

Fangelsið var erfiðast

Þegar Majid er spurður út í hvað hafi reynst honum erfiðast er fljótur til svars: „Fangelsið. En einnig mikill menningarmunur. Eins er vont að upplifa vantraust í minn garð hjá sumum vegna þess að ég er frá Mið-Austurlöndum. Sumir halda að allir karlmenn frá Mið-Austurlöndum séu hryðjuverkamenn, ómenntaðir og svikahrappar sem ætli að ræna þá lífsgæðunum. Þessu er alls ekki þannig farið. Ég bjó við lífsgæði í Íran en það sem ég bjó ekki við var öryggi. Það geri ég hér og bý við vissu um að ég verði ekki tekinn af lífi fyrir skoðanir mínar,“ segir hann.

Majid er einn þeirra fjölmörgu sem hafa flúið yfir Miðjarðarhafið ...
Majid er einn þeirra fjölmörgu sem hafa flúið yfir Miðjarðarhafið með aðstoð smyglara. Hann átti engra annrra úrkosta völ ef hann ætlaði að lifa sem frjáls maður. AFP

Hann sagðist hafa reynt í fyrstu að útskýra fyrir fólki að Íran er menningarríki og að siðmenningin eigi í raun upptök sín á þessu svæði en svo gafst hann upp. „Þið sem viljið ekki hlusta gerið það fyrir mig að sjá hvernig ég er og kynnast mér. Dæmið mig og aðra flóttamenn ekki fyrir fram heldur sjáið hvernig við erum og kynnist. Þið getið myndað ykkur skoðun eftir það,“ segir Majid en hann er einn þeirra sem tóku þátt í gerð myndskeiðs á vegum Amnesty International á Íslandi Vel­kom­in – Horf­umst í augu í tengsl­um við her­ferð sam­tak­anna í þágu flótta­fólks. 

„Ég á eldri foreldra og varð að skilja þau eftir án þess einu sinni að kveðja. Ég kom ekki hingað til þess að vinna eða stela frá einhverjum. Ég kom hingað til þess að lifa af. Það er ósanngjarnt að þurfa sífellt að svara slíkum fullyrðingum. Fólk sem vill ekki fá útlendinga hingað á alveg rétt á því að vera með skoðanir sínar en það á ekki rétt á að dæma aðra án þess að vita nokkuð um viðkomandi. Að dæma fólk fyrir fram. Það er líka óþarfi að segja rasistabrandara því þeir eru einfaldlega ekki fyndnir,“ segir Majid.

Majid Zarei er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem tæknifræðingur hjá ...
Majid Zarei er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem tæknifræðingur hjá Eykt. Hann er ánægður í vinnunni og segir yfirmenn sína og vinnufélaga hafa reynst sér frábærlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann tekur fram að miklu fleiri Íslendingar eru jákvæðir í garð flóttafólks en neikvæðir og nefnir þar fólkið sem hann hefur kynnst hér og á sem vini. „Ef mér líður illa eða eitthvað annað bjátar á þá er það reiðubúið að veita aðstoð. Mig langaði ekki til þess að fara frá Íran og skilja allt eftir sem var mér kærast – fjölskylduna. En lífsviljinn er meiri og ég fór og á núna heima á Íslandi þar sem ég get verið öruggur. Fyrir það er ég þakklátur,“ segir Majid.

mbl.is/Kristinn Garðasson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...