Lögregla lokaði skemmtistað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. 

Síðdegis í gær, um klukkan 17:00, var tilkynnt til lögreglunnar um heimilisofbeldi í Kópavogi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi verið handtekinn vegna ofbeldisins né heldur hvort börn hafi verið á heimilinu. 

Um klukkan 21:00 var óskað eftir aðstoð lögreglu í Kópavogi vegna eignaspjalla og húsbrots. Í dagbók lögreglu kemur fram að þarna hafi verið um ágreining milli einstaklinga að ræða og mætti annar á heimili hins og braut meðal annars rúðu í bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert