Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Misjöfn eru morgunverkin.
Misjöfn eru morgunverkin. mbl.is/Golli

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svo sem hjólatogi, sem á erlendum málum nefnist bikejöring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Einnig var keppt í fjölmörgum hlaupaflokkum, þar sem menn og hundur hlupu samferða.

Anna Marín Kristjánsdóttir, formaður Sleðahundafélags Íslands, segir keppnina hafa tekist mjög vel. Félagið heldur árlega tvær keppnir: vetrarkeppni fyrir norðan þar sem hundar draga meðal annars sleða og haustkeppni suðvestanlands. Þetta er þó í fyrsta sinn sem keppnin fer fram innan höfuðborgarsvæðisins frá því félagið var stofnað fyrir sjö árum. Anna segir félagsmenn vera um 200 talsins, ef allir eru taldir með, en um 50 séu virkir meðlimir sem mæti á mótin.

Keppt var í nokkrum aldurs- og lengdarflokkum í hundahlaupinu.
Keppt var í nokkrum aldurs- og lengdarflokkum í hundahlaupinu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert