Ullserkur setur svip á borgina

Ullserkur hefur verið áberandi á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eins og …
Ullserkur hefur verið áberandi á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eins og flest undanfarin haust. Ljósmynd/Jón Ármann Steinsson

Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur.

Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir í Morgunblaðinu í dag, að sveppurinn sé mjög vel ætur. Hann þyki raunar fínn þegar hann er ungur, hvítur, en verði síðan óætur þegar hann eldist, verði eins og „blek“. Þórólfur kveðst hafa það á tilfinningunni að ullserkurinn sé að verða algengari í borginni en áður en hann hafi engar staðfestar upplýsingar um það.

Þórólfur varar fólk við að tína sveppinn of nálægt umferðargötum þar sem hann gæti innihaldið mengandi efni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert