Unnið að því að manna sendinefnd

Frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New …
Frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Utanríkisráðherra Ástralíu ávarpar þunnskipaðan bekkinn. AFP

Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd.

Kosningar fara fram 28. október næstkomandi og þingmaður sem er í framboði getur ekki varið 10 dögum í New York í þeim mánuði. Málið snýst því um að finna þingmenn sem ekki eru framboði í næstu kosningum.

Allsherjarþingið er byrjað fyrir nokkru, en fyrirhugað var að þingmenn færu ekki vestur um haf fyrr en 8. október og dveldust þar í tæpar tvær vikur, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðspurður hvenær listi þátttakenda þurfi að vera tilbúinn segir Helgi að ekki sé hægt að nefna síðasta dag, en það verði erfiðara og erfiðara að eiga við undirbúning ef það dregst að velja fulltrúa. Ganga þurfi frá ferðapöntunum, hótelgistingu og þess háttar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert