Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, hélt upphafserindi ...
Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, hélt upphafserindi íbúafundarins í íþróttahúsinu á Ísafirði. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Pétur sagði að eldarnir ættu að lifa í kjölfar fundarins, í gegnum kosningabaráttu og inn í stefnumótum stjórnmálanna, „og næstu misseri þangað til okkar mál, Vestfirðinga, verða til lykta leidd.“

Um 450 manns mættu á fundinn sem fram fór í íþróttahúsinu á Ísafirði.

Fjórir starfandi ráðherrar mættu á fundinn, þar af þrír sjálfstæðismenn, þau Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunar og svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Pétur Markan sagði í upphafserindi fundarins að hringtenging rafmagns í fjórðungnum væri eitt helsta áherslumálið. „Hringtenging mun skapa raforkuöryggi og aðstæður sem samkeppnishæft samfélag þarfnast.“ Þá nefndi hann laxeldið sem hann segir að myndi hafa byltingarkennd áhrif á búsetuskilyrði og lýðfræðilega þróun á Vestfjörðum. Hvað samgöngumál varðar ræddi hann, sem og fleiri sem tóku til máls á fundinum um veg um Gufudalssveit sem í almennri umræðu er kallaður vegurinn um Teigsskó. „Það þarf bara að klára málið. Það er enginn sómi af því fyrir hvern þann kjörinn fulltrúa sem gæti [haft áhrif] með einhverjum ráðum og dáðum, að gera ekkert og sitja hjá. Það skiptir engu máli hvar sá fulltrúi situr og hvaða flokksfundi hann sækir.“

Pétur benti ennfremur á að Vestfirðingar væru ekki að horfa til einhverrar „túrbó innviðauppbyggingar“ eins og ráðist hafi verið í víða annars staðar. „Auðvitað heyrast margar raddir innan fjórðungsins og auðvitað höfum við skiptar skoðanir. En ef hér á að verða bylting í búsetu þá þurfum að standa saman sem eitt væri.“

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur talaði um náttúruna og notkun hennar ...
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur talaði um náttúruna og notkun hennar í erindi sínu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og skáld frá Ísafirði, talaði um náttúruna og nýtingu hennar í erindi sínu. „Maður lifir ekki bara í náttúrunni, maður deyr líka í náttúrunni,“ sagði Eiríkur. „Og þess á milli beislar maður náttúruna.“

Sagði hann engan hafa áhuga á því að eyðileggja náttúruna og ef stunda ætti aukið sjókvíaeldi í fjórðungnum „þurfum við að treysta því að regluverkið sé grjóthart.“ Eiríkur sagði sagði hægt væri að draga úr vistspori mannsins en ekki láta það hverfa. „Allri tilveru fylgir fórnarkostnaður.“

Eiríkur sagði að svo virtist sem önnur lögmál giltu um smærri byggðir en höfuðborgarsvæðið þar sem valdið hefði hreiðrað um sig. „Stundum er eins og hér rekist stöðugt á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilji hafa vit fyrir þeim.“

Sagði Eiríkur hvorki sátt né samlyndi í því fólkið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta og megi ekki hafa lifibrauð af. „Að byggðin verði að víkja fyrir óbyggðunum því réttur óbyggðanna sé meiri. Það er ekki „ballans“, það er ofbeldi.“

Guðrún Finnbogadóttir, íbúi á Patreksfirði, ræddi um uppbygginguna sem átt ...
Guðrún Finnbogadóttir, íbúi á Patreksfirði, ræddi um uppbygginguna sem átt hefur sér stað þar í tengslum við sjókvíaeldið. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Guðrún Finnbogadóttir, sem býr og starfar á Patreksfirði sagði að atvinnulífið í sveitarfélaginu væri að vakna af dvala og að búa þar væri eins og að búa í vorinu. Ný fyrirtæki væru að spretta upp. Vestfirðingar sem lengi hafi þráð að búa í firðinum sínum væri að koma aftur. 

Hins vegar hefðu innviðir ekki fylgt þessari auknu atvinnuuppbyggingu. Einu öruggu samgöngurnar væru ferja og flug einu sinni á dag, sex daga vikunnar. Þá hefði opinber þjónusta dregist saman á Vestfjörðum, m.a. heilbrigðisþjónusta, og þar réði heilbrigð skynsemi ekki alltaf för.

Guðrún nefndi virkjanamál í fjórðungnum í erindi sínum. Hún sagði að í upphafi hafi verið virkjað á Íslandi til hagsældar fyrir íbúa og minni fyrirtæki. Hin síðari ár hafi orkan hins vegar verið notuð til stóriðju. Nú væri svo komið að ekki væri til næg raforka í landinu til að senda til Vestfjarða til að bæta þar mannlífið.

Hvað fyrirhugaða Hvalárvirkjun varðar sagði Guðrún að hún hefði ekki heyrt neinn í fjórðungnum nefna að hann vildi stóriðju og stórspjöll á náttúru. Hins vegar vildi fólk bætt raforkuöryggi og umhverfisvæna orku og vöxt og viðgang á svæðinu. Hún sagði vitað ferðamenn elski víðernin og náttúruna en að flestir þeirra heimsæktu Reykjavík og nágrenni á dúnmjúkum malbiksvegum. Slíku væri ekki að heilsa á Vestfjörðum. „Grunninnviðir þurfa að vera í lagi og í takti við þarfir nútímans. „Vestfirðingar vilja öflugt atvinnulíf í fullri sátt við náttúruna.“

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að skoða bæri verndun ...
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að skoða bæri verndun svæðisins þar sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun myndi rísa. Ljósmynd/Halldor Sveinbjörnsson

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands rifjaði upp stofnun friðlandsins á Hornströndum fyrir rúmum fjörutíu árum. „Það er besta fjárfesting sem gerð hefur verið í þessum fjórðungi.“

Hann bendi á að góður akkur væri í því fyrir Vestfirðinga að friða það svæði sem fyrirhugað er undir Hvalárvirkjun. Sá möguleiki sé lítt kannaður. „En það er alveg þess virði að kanna hvort að það sé ekki betur fjárfest í því að vernda svæðið en virkja það.“

Árni benti á að þegar þolinmæði fólks brysti, eins og sýndi sig á Austfjörðum um árið, þá þætti það góður leikur að kenna náttúruvernd um hvernig komið sé fyrir ákveðnum svæðum. Stjórnmálamönnum væri ekki kennt um. 

Á fundinum var kynnt niðurstaða greiningar KPMG á samfélagslegum og hagrænum áhrifum laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Hér má lesa um þá skýrslu.

mbl.is

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...