Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

Reykjavíkurdætur koma fram á Englatorginu í Barcelona í dag.
Reykjavíkurdætur koma fram á Englatorginu í Barcelona í dag. Eggert Jóhannesson

Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar og borgarstjóra. Í gær kom Guðrún Ólafsdóttir messósópranó fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Barcelona. Þá flutti Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur flugeldasýningu við höfnina í Barcelona í gærkvöldi, en hún hefur í þrígang hannað flugeldasýningu menningarnætur í Reykjavík.

Ísland verður í lykilhlutverki í kvöld og munu Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Glowie, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa og fleiri íslenskir listamenn troða upp á helstu sviðum hátíðarinnar. Auk þess verða fjór­ar íslenskar kvikmynd­ir sýndar á hátíðinni: heim­ild­ar­mynd Pét­urs Ein­ars­son­ar um hrunið, mynd Bene­dikts Erl­ings­son­ar, Hross í oss, tón­list­ar­mynd­in Bak­g­arður­inn eft­ir Árna Sveins­son og að mynd­in Boken eft­ir Geof­frey Ort­hwein and Andrew Sulli­v­an sem er vís­inda­skáld­skap­ur um am­er­ískt par sem ferðast til Íslands.

Guðrún Ólafsdóttir flutti Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns ásamt Sinfóníuhljómsveit …
Guðrún Ólafsdóttir flutti Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns ásamt Sinfóníuhljómsveit Barcelona. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert