Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið.

„Þetta er í raun og veru einhver mesta breyting á meðferðarumhverfinu sem við höfum verið að vinna í frá því að SÁÁ var stofnað fyrir 40 árum,“ segir Hjalti Björnsson sem er dagskrárstjóri á Vík.

Meðferðarstöðin verður nú 3500 fermetrar með aðstöðu fyrir 61 í einstaklingsherbergjum. Pláss fyrir konur verða 21 talsins en 40 fyrir karla. Þá eru 8 herbergi sérstaklega innréttuð fyrir fatlaða.

Húsið verður tekið í notkun um mánaðarmótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert