Stakk af eftir umferðarslys

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Hjörtur

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Ökumaður hins bílsins var fluttur á slysadeild.

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi varð einnig árekstur á gatnamótum Arnarnesvegar og Salavegar í Kópavogi. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir voru óökufærir.

Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn á höfuðborgarsvæðinu sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Var ökumönnum sleppt að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert