Varð loksins frjáls manneskja

Zahra Mesbah kom hingað til lands sem flóttamaður fyrir fimm ...
Zahra Mesbah kom hingað til lands sem flóttamaður fyrir fimm árum. Hún starfar sem túlkur enda talar hún og skrifar mörg tungumál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland var valið sem framtíðarheimili Zahra Mesbah sayed Ali af Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna en hún kom hingað á vegum íslenska ríkisins með aðstoð Rauða krossins fyrir fimm árum ásamt móður sinni og yngri systur. Móðir hennar, Hava Foroutan Mohammad Hossein, er ekkja sem hafði auk þess misst þrjá syni sína.

Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Bróðir hennar þjáðist af hjartasjúkdómi sem dró hann síðan til dauða í Íran og allir peningar fjölskyldunnar fóru í læknisaðstoð fyrir hann. Þar sem Zahra er frá Afganistan var henni meinað að stunda háskólanám í Íran þrátt fyrir að hafa staðist inntökupróf í læknadeild. Ekki var möguleiki fyrir þær að flytja aftur til Afganistan vegna ástandsins þar en pabbi hennar var stjórnmálamaður og var myrtur vegna starfa síns þar í landi.

Zahra ákvað að leita eftir aðstoð Flóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og þrátt fyrir að ekkert hafi gengið í fyrstu þá gafst hún ekki upp.

Land þar sem er myrkur hálft árið og bjart hinn helminginn

„Ég hringdi aftur og aftur og að lokum var hlustað á mig og okkur boðið í viðtal,“ segir Zahra.

Nokkrum vikum síðar var þeim tjáð að eitt land væri reiðubúið að taka á móti þeim. „Ég hélt allaf að þetta væri Írland en svo kom í ljós að Ísland vildi taka á móti okkur. Við hváðum enda hafði ég aldrei heyrt á landið minnst. En við fengum einhverjar upplýsingar og þau sýndu okkur myndir. Við sáum á myndunum að hér væri falleg náttúra. Ég hafði heyrt um land þar sem væri dimmt hálft árið og bjart hinn hlutann á árinu en ég vissi ekki að það væri landið sem ég væri að flytja til,“ segir Zahra og segist hafa velt fyrir sér hvernig væri hægt að búa í landi sem því.

Hjónin Zahra Mesbah og Hassan Raza Akbari kynntust á Íslandi ...
Hjónin Zahra Mesbah og Hassan Raza Akbari kynntust á Íslandi en þau eru bæði frá Afganistan. mbl.is/Kristinn Magnússon

„En mér var efst í huga að fara frá Íran og bjarga lífi mínu og fjölskyldunnar. Það var í raun ekkert annað sem komst að hjá mér. Systir mín og mamma voru nú ekkert sérstaklega ánægðar með að fara frá Íran. Þar voru foreldrar mömmu og systkini hennar og erfitt fyrir mömmu að yfirgefa fjölskyldu sína eftir alla erfiðleikana sem hún hafði gengið í gegnum,“ segir Zahra sem var 19 ára þegar þær komu hingað en systir hennar 17 ára.  

Eskimóar sem byggju í snjóhúsum

„Ég gaf mig ekki og sagði að þær yrðu að koma með,“ bætir hún við.

Tíðin var slæm á Íslandi haustið 2012 og strax í byrjun september fór að snjóa. Zahra segir að á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur hafi verið svo mikið myrkur að þær sáu ekki handa sinna skil.

„Þá var mér eiginlega allri lokið og hugsaði er þetta það sem bíður okkar? Ekki bætti úr skák að það hafði maður spurt okkur á flugvellinum í Frankfurt hvert við værum að fara og þegar við sögðum honum það fór hann að skellihlæja og sagði að á Íslandi byggju eskimóar í snjóhúsum. Allir þyrftu að ganga á skóm með ísskrúfum út af klakanum og svona lét hann dæluna ganga um Ísland og hvað biði okkar,“ segir Zahra og viðurkennir að þau hafi öll íhugað hvort þau ættu einfaldlega að láta sig hverfa þarna á flugvellinum.

AFP

„Við fengum íbúð í Reykjavík og í heila viku vorum við þar án þess að nokkur kæmi til okkar. Rauði krossinn vildi gefa okkur næði á að jafna okkur á ferðalaginu en við vorum skelfingu lostnar, ekki með síma og ekki með netsamband þannig að við vorum sambandslausar við umheiminn og gátum ekki látið fjölskylduna vita af okkur. Maturinn sem beið okkar í íbúðinni var okkur fjarlægur og við kunnum ekki að elda hann. Þannig að við borðuðum jógúrt, egg og rúgbrauð fyrstu vikuna,“ segir Zahra og hlær.

Reyndi að harka af sér

Hún segist hafa reynt að harka af sér en svo fór að hún brotnaði saman. „Það var á mína ábyrgð að ég, mamma og systir mín vorum komnar hingað á hjara veraldar. Á fjórða degi lokaði ég mig af inni í herbergi og fór að hágráta. Þá var hins vegar komið að mömmu og systur minni að hughreysta mig sem þær svo sannarlega gerðu. Þær voru ótrúlega jákvæðar. Sögðu mér að okkur myndi líða vel hér,“ segir Zahra.

Þær fóru fljótlega að læra íslensku og kynntust fólki hér. „Íslendingar voru líka svo góðir við okkur. Þeir studdu okkur með ráðum og dáð og kennararnir voru svo góðir við okkur. Ég ákvað strax við komuna hingað að tala ekki ensku þrátt fyrir að kunna hana ágætlega. Ég vildi læra íslensku og notaði handahreyfingar og látbragð til þess að gera mig skiljanlega. Ef einhver talaði við mig ensku þá svaraði ég á íslensku. Þannig lærði ég fljótt að bjarga mér á íslensku,“ segir Zahra.

Sjálfstæðið skiptir hana mestu

Eftir nokkra mánuði fór Zahra að vinna á hóteli og eins að túlka fyrir Rauða krossinn. Henni var bent á að sækja um vinnu sem túlkur vegna mikillar og góðrar tungumálakunnáttu og starfar Zahra sem túlkur í dag. 

„Ég fékk vinnu við það og fékk greitt fyrir það og hef haft nóg að gera við það síðan þá. Mér finnst þetta mjög gott og skemmtilegt starf,“ segir Zahra sem ætlar sér að ljúka námi í tannlækningum eða læknisfræði síðar.

Zahra hefur meðal annars verið túlkur hjá Rauða krossinum en ...
Zahra hefur meðal annars verið túlkur hjá Rauða krossinum en þær mæðgur fengu mikla aðstoð frá samtökunum þegar þær komu hingað til lands. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Hér er ég sjálfstæð manneskja en í Íran var ég réttlaus bæði vegna þess að ég er kona og frá Afganistan. Það sem hefur skipt mig mestu máli er að öðlast sjálfstæði,“ segir Zahra.

Hún var nemandi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í tvö ár og lauk þaðan stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Eftir það fór hún í Háskóla Íslands líkt og hana hafði dreymt um – að stunda háskólanám og öðlast menntun. Eitthvað sem afgangskar konur eiga ekki kost á sem búa í Íran, segir Zahra.

Hún byrjaði í tannlæknanámi en hætti eftir fyrstu önnina þar sem það reyndist henni of erfitt að taka prófin á  íslensku. „Ég var eini nemandinn sem var ekki Íslendingur og þar sem þetta er samkeppnispróf þá þurfa allir að taka prófið á sama tungumáli. Auðvitað voru þetta vonbrigði því námið er mjög erfitt og tók verulega á. En þetta var góð en um leið skrýtin tilfinning að vera mætt í tíma í háskólanum því mig hafði dreymt um það alla tíð að stunda nám við háskóla. Ég verð að verða betri í íslensku áður en ég reyni aftur en hver veit hvað ég á eftir að gera í framtíðinni,“ segir Zahra.

Hún skráði sig í kjölfarið í íslensku, ensku og spænsku í háskólanum og ætlaði að fara í tannlæknanámið að nýju eftir eitt ár en ákvað að það væri ekki tímabært.

Hassan Raza Akbari, eiginmaður Zahra, kom hingað til lands fyrir ...
Hassan Raza Akbari, eiginmaður Zahra, kom hingað til lands fyrir mörgum árum en Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli. Hann fékk alþjóðlega vernd árið 2010 og íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég var ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og átti ekki rétt á námslánum þannig að þetta gekk einfaldlega ekki upp,“ segir Zahra sem er í tanntækninámi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og sækir einnig námskeið við háskólann.

„Ég er ekki búin að gefa drauminn upp á bátinn,“ segir hún og brosir.

Tækifæri sem eru fjarlægur draumur í huga margra

Íslendingar sem eru fæddir hér á landi eru mjög heppnir fyrir þau tækifæri sem bjóðast, segir Zahra og bendir á að margt af því sé bara fjarlægur draumur í huga margra annarra. „Við sem höfum reynt annað vitum það af eigin raun. Við erum því þakklát fyrir þau tækifæri sem okkur bjóðast hér á landi,“ segir Zahra.

Þrátt fyrir að hafa búið flest uppvaxtarárin í Íran þá eru báðir foreldrar hennar afganskir. Pabbi hennar var stjórnmálamaður í Afganistan og myrtur þegar hún var þriggja ára. Hún átti þrjá bræður en enginn þeirra er lengur á lífi. Eitrað var fyrir næstelsta bróður hennar um svipað leyti og pabbi hennar var myrtur og elsti bróðir hennar dó í Íran. Í raun hefur aldrei verið upplýst hvað kom fyrir hann. Einu og hálfu ári áður en þær mæðgur komu til Íslands dó yngsti bróðirinn úr veikindum sem höfðu þjakað hann um langt árabil.

Zahra segir að draumur hennar allt frá barnæsku hafi verið ...
Zahra segir að draumur hennar allt frá barnæsku hafi verið að mennta sig. Hún hefur meðal annars stundað nám við Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þar sem pabbi hennar stjórnmálamaður var fjölskyldan með diplómataréttindi í Íran og því fengu systurnar að ganga í menntaskóla en þegar kom að háskólanámi var þess krafist að ef Zahra ætlaði að stunda þar nám yrði hún að fara til Afganistan og sækja um að fá vegabréfsáritun til Íran sem námsmaður.

„Þetta voru hins vegar hættulegir tímar og eins og alltaf er í Afganistan og því gat ég ekki farið þangað enda óvíst að ég hefði nokkurn tíma getað snúið til baka,“ segir Zahra.

Átti hvergi heima fyrr en hér

Við komuna til Íslands og eftir að hafa búið hér um tíma upplifði Zahra sig loksins sem frjálsa manneskju með réttindi sem okkur Íslendingum þykja sjálfsögð.

„Ég er frá Afganistan en bjó í Íran og tilheyrði hvorugri þjóðinni. Menning landanna er ekki sú sama og ekki heldur tungumálið. Við þekktum í raun Afganistan lítið sem ekkert enda er ég ekki alin þar upp og í Afganistan var ég álitin írönsk. Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað,“ segir Zahra sem hefur búið hér í fimm ár.

Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah.
Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún hefur ekki oft fundið fyrir fordómum hér á landi en þeir hafa aðallega beinst að slæðu sem Zahara gengur með.

„Sem betur fer eru ekki miklir fordómar á Íslandi en hér er fólk sem telur að allir þeir sem eru múslimar hljóti að vera talibanar eða í ISIS (Ríki íslams). Eða bara stórhættulegt fólk, segir Zahara.

Alls eru 24% jarðarbúa múslimar eða 1,8 milljarðar. Íslam eru önnur fjölmennustu trúarbrögð í heimi á eftir kristni.

Zahara gengur með slæðu (sem hylur aðeins hár og háls – hijab) Ekki er hægt að rekja uppruna slæðunnar beint til íslam þar sem sá siður að konur huldu sig á einhvern hátt var til staðar löngu fyrir tíma íslam. Elstu dæmi um slíkt er að finna í Mesópótamíu fyrir um 5.000 árum.

Hún segir að þegar þær mæðgur komu hingað fyrst hafi mikið verið horft á þær enda mun færri konur sem gengu með slæðu hér á landi fyrir nokkrum árum. Systur hennar þótti þetta mjög óþægilegt enda ekki auðvelt þegar maður er unglingur að það sé starað á mann. En Zahara segir að þetta hafi lítið snert hana. Þetta væri hennar val að ganga með slæðu.

Varð stundum orðlaus

Hún viðurkennir að sér hafi stundum sárnað sumar spurningarnar sem beindust að henni enda oft byggðar á þekkingarleysi um aðra menningarheima. Oft voru þetta hlutir sem einfalt sé að kynna sér án þess að særa annað fólk. Til að mynda spurningar eins og hvort konur sem ganga með hijab þurfi ekki drepa karlmenn eða unglingspilta sem óvart sjái hár hennar.

„Ég varð eiginlega orðlaus stundum og mér fannst erfitt að heyra þetta. Er þetta það sem fólk hugsar um mig þegar það horfir á mig, spurði ég sjálfa mig. Ég reyndi að fela það hvað mér sárnuðu ummælin. Það er mitt val að ganga með slæðu og það er enginn annar sem tók þá ákvörðun fyrir mig.“

Ekki kúgun kvenna að ganga með slæðu

Hún bætir við að ýmsir líti á það sem kúgun kvenna að ganga með slæðu en það sé alls ekki þannig. Það sé miklu frekar kúgun þegar konum er bannað að ganga með slæðu. „Kvenréttindi ganga út á að hafa rétt á að ráða yfir sjálfum sér. Slæðan er mitt val alveg eins og það er val þitt að ganga í þessari peysu sem þú ert í,“ segir Zahara og bendir á peysu blaðamanns.

Zahra á ekki von á því að flytja aftur til Afganistan eða Íran. Á hverjum degi berast skelfilegar fréttir frá Afganistan þar sem fólk er drepið eða beitt ofbeldi. Hana langar samt til þess að fara þangað og reyna að veita aðstoð í framtíðinni, kannski sem heilbrigðisstarfsmaður.

Árásir eru tíðar í Afganistan og tilræði nánast daglegt brauð.
Árásir eru tíðar í Afganistan og tilræði nánast daglegt brauð. AFP

Zahra starfar eins og hér kom fram að framan sem túlkur og segir oft erfitt að vera í því hlutverki ekki síst þegar hún túlkar fyrir sálfræðinga sem eru kannski að veita flóttafólki sálgæslu.

Eina leiðin til lífs

„Við komum með aðstoð Rauða krossins en þeir sem koma hingað sem hælisleitendur frá stríðshrjáðum svæðum eru að koma hingað á eigin vegum og hafa farið í gegnum skelfilegar aðstæður á flóttanum og ítrekað hætt lífi sínu í þeirri von að lifa.

Hafa kannski horft á eftir fjölskyldunni í hafið eða neyðst til þess að skilja fjölskylduna eftir. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það fer enginn með börn á flótta við þessar aðstæður nema af þeirri einföldu ástæðu að það er eina leiðin til lífs. Ef fólk er áfram í heimalandinu þá er engin von um að lifa af en ef það flýr þá er að minnsta kosti einhver möguleiki á að lifa af.

Ef við deyjum á flótta þá höfum við að minnsta kosti reynt að bjarga okkur,“ segir Zahra.

Hún spyr hversu mörg börn hafi dáið á flótta. „Aðstæður flóttafólks eru oft ömurlegar þegar komið er til Evrópu en samt eru aðstæðurnar betri en heima fyrir. Ef fólk setur sig í þeirra spor og reynir að ímynda sér hvers vegna fólk setur sig í þessar aðstæður; að fara með börn í flóttabátana og vita ekki hvort báturinn sekkur eða einhver skjóti á það á landamærum. Algjör neyð fær þig til þess að grípa til þess að flýja. Því flóttafólk er ekki að koma til Evrópu til þess að öðlast betra líf heldur snýst þetta um að lifa af,“ segir Zahra.

mbl.is/Kristinn Garðasson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is

Innlent »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Andlát: Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...