Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

Viðbrögð almennings við átakinu hafa verið mjög góð.
Viðbrögð almennings við átakinu hafa verið mjög góð. Mynd/Á allra vörum

Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga.

Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið, fyrir þolendur heimilisofbeldis sem ekki hafa í nein hús að venda.

Ein þeirra sem sagði sögu sína í þættinum á Rúv í gærkvöldi var Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, sem bjó við heimilisofbeldi um árabil. Hún lýsti því hvernig það hafði hafði áhrif á hegðun brotmannsins í hennar garð þegar hún var sýnileg í vinnunni. Þá mátti hún búast við hverju sem var þegar hún kom heim. „Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfs­traust og mína til­veru, held­ur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta,“ sagði Sigrún meðal annars í viðtalinu.

Enn eru örfá varasnyrtisett fáanleg á sölustöðum átaksins, auk þess sem söfnunarsímanúmerin 903-1502, 903-1505 og 903-1508 verða opin í viku í viðbót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert