Innköllunarkerfinu ekki breytt þrátt fyrir vankanta

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá ...
Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu.

Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í að þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára.

Í skýrslu sem sóttvarnalæknir gaf út í síðustu viku um þátttöku í almennum bólusetningum, kemur fram að þátttaka í bólusetningum áðurnefndra aldurshópa er ekki viðunandi, en hún fór undir 90 prósent á síðasta ári í öllum landshlutum. Fór jafnvel niður í 80 prósent í sumum landshlutum.

Í skýrslunni kemur fram að ef þátttaka minnkar enn frekar megi búast við því að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Ítrekað hefur komið fram að ástæðan sé ekki sú að foreldrar vilji ekki bólusetja börn sín, enda sé þátttaka mjög góð í bólusetningum yngri barna. Innköllunarkerfið hljóti því að vera sökudólgurinn, að miklu leyti.

Þrátt fyrir þetta stendur ekki til að bæta kerfið eða breyta því á neinn hátt, að sögn Haraldar Briem, staðgengils sóttvarnalæknis.

Nafnalistar barna sendir á heilsugæsluna 

„Auðvitað er það þannig að krakkarnir eiga að koma á ákveðnum aldri í bólusetningar og það á að kalla þau inn til þess. Svo getur verið, eins og lífið er, að krakkinn er kannski veikur og þetta gleymist, eða það næst ekki í foreldrana. Við sjáum það á bólusetningarþátttöku hjá yngstu börnunum, að hún er mikil, það er því ekki þannig að foreldrar séu á móti því að bólusetja. Þetta er eitthvað sem virðist stundum falla á milli skips og bryggju. Það geta verið breytilegar aðstæður hjá fólki og þá vill þetta gleymast.“

Haraldur segir ljóst að innköllunarkerfið virki ekki sem skyldi við þessar aðstæður. Það á hins vegar að virka þannig að sóttvarnalæknir sendir út lista til heilsugæslunnar með nöfnum á þeim börnum sem virðast vera óbólusett, óskar eftir því að starfsmenn hafi samband við foreldra þeirra og boði í bólusetningu. Þá á heilsugæslan að koma nýjum upplýsingum til sóttvarnalæknis ef börn skila sér í bólusetningar og einnig ef nöfn bólusettra barna eru ekki á listanum sem sendur er út.

Ekki auðvelt að bæta núverandi kerfi

En hvernig er kerfinu þá ábótavant? „Menn þurfa bara að hafa hugann við þetta, kerfið getur verið snúið og flókið. En þetta er okkar aðferð við að finna börn sem ekki eru bólusett og reyna að sjá til þess að þau komi í bólusetningar.“ Aðspurður hvort það sé ítrekað verið að senda út lista með nöfnum sömu barnanna segist Haraldur ekki hafa athugað það sérstaklega. „Ég held samt að það sé ekki. Þetta er frekar eitthvað tilviljanakennt.“

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu. Það séu hins vegar engin sérstök tímamörk sem heilsugæslunni er gert að fara eftir. „Við viljum ekki að það séu mikil frávik. Það er allt í lagi að það líði einhverjir mánuðir, en það er ekki sagt að einhver tímamörk séu óþolandi.“

Aðspurður segist Haraldur ekki telja það auðvelt mál að bæta innköllunarkerfið í þeim tilgangi að gera það skilvirkara. „Þetta kerfi er vissulega öflugt. Ef við hefðum það ekki vissum við ekki neitt. Þetta er tékkkerfið. Við skoðum hve margir mæta og ef það er ófullnægjandi að okkar mati þá sendum við út nafnalista.“

Mikilvægt að styrkja bólusetningu 12 mánaða

Hann telur hugsanlegt að foreldrar verði kærulausari varðandi bólusetningar þegar börnin eldast, enda sé athyglin á þeim mun meiri og öðruvísi fyrstu mánuðina. „Það kemur eitthvert los á þetta þegar börnin eldast. Við reynum að standa okkur en höfum áhyggjur af því ef þetta dettur niður. Það getur haft alvarlegar afleiðingar.“

Hann bendir á að tilgangur 12 mánaða bólusetningar sé að styrkja bæði 3 og 6 mánaða bólusetningarnar og því sé mjög mikilvægt fyrir börn að fá hana.

Það stendur því ekki til að breyta innköllunarkerfinu? „Nei, við reynum bara að hvetja fólk til að standa sig,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þó í síðustu viku að áætlanir væru í gangi um að fara betur yfir tölur um óbólusett börn í samvinnu við heilsgæsluna.

mbl.is

Innlent »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálf fimm leytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálf tvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...