Innköllunarkerfinu ekki breytt þrátt fyrir vankanta

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá ...
Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu.

Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í að þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára.

Í skýrslu sem sóttvarnalæknir gaf út í síðustu viku um þátttöku í almennum bólusetningum, kemur fram að þátttaka í bólusetningum áðurnefndra aldurshópa er ekki viðunandi, en hún fór undir 90 prósent á síðasta ári í öllum landshlutum. Fór jafnvel niður í 80 prósent í sumum landshlutum.

Í skýrslunni kemur fram að ef þátttaka minnkar enn frekar megi búast við því að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Ítrekað hefur komið fram að ástæðan sé ekki sú að foreldrar vilji ekki bólusetja börn sín, enda sé þátttaka mjög góð í bólusetningum yngri barna. Innköllunarkerfið hljóti því að vera sökudólgurinn, að miklu leyti.

Þrátt fyrir þetta stendur ekki til að bæta kerfið eða breyta því á neinn hátt, að sögn Haraldar Briem, staðgengils sóttvarnalæknis.

Nafnalistar barna sendir á heilsugæsluna 

„Auðvitað er það þannig að krakkarnir eiga að koma á ákveðnum aldri í bólusetningar og það á að kalla þau inn til þess. Svo getur verið, eins og lífið er, að krakkinn er kannski veikur og þetta gleymist, eða það næst ekki í foreldrana. Við sjáum það á bólusetningarþátttöku hjá yngstu börnunum, að hún er mikil, það er því ekki þannig að foreldrar séu á móti því að bólusetja. Þetta er eitthvað sem virðist stundum falla á milli skips og bryggju. Það geta verið breytilegar aðstæður hjá fólki og þá vill þetta gleymast.“

Haraldur segir ljóst að innköllunarkerfið virki ekki sem skyldi við þessar aðstæður. Það á hins vegar að virka þannig að sóttvarnalæknir sendir út lista til heilsugæslunnar með nöfnum á þeim börnum sem virðast vera óbólusett, óskar eftir því að starfsmenn hafi samband við foreldra þeirra og boði í bólusetningu. Þá á heilsugæslan að koma nýjum upplýsingum til sóttvarnalæknis ef börn skila sér í bólusetningar og einnig ef nöfn bólusettra barna eru ekki á listanum sem sendur er út.

Ekki auðvelt að bæta núverandi kerfi

En hvernig er kerfinu þá ábótavant? „Menn þurfa bara að hafa hugann við þetta, kerfið getur verið snúið og flókið. En þetta er okkar aðferð við að finna börn sem ekki eru bólusett og reyna að sjá til þess að þau komi í bólusetningar.“ Aðspurður hvort það sé ítrekað verið að senda út lista með nöfnum sömu barnanna segist Haraldur ekki hafa athugað það sérstaklega. „Ég held samt að það sé ekki. Þetta er frekar eitthvað tilviljanakennt.“

Haraldur segir ekki æskilegt að það líði langur tími frá því að bólusetning á að fara fram þar til barnið er boðað í bólusetningu. Það séu hins vegar engin sérstök tímamörk sem heilsugæslunni er gert að fara eftir. „Við viljum ekki að það séu mikil frávik. Það er allt í lagi að það líði einhverjir mánuðir, en það er ekki sagt að einhver tímamörk séu óþolandi.“

Aðspurður segist Haraldur ekki telja það auðvelt mál að bæta innköllunarkerfið í þeim tilgangi að gera það skilvirkara. „Þetta kerfi er vissulega öflugt. Ef við hefðum það ekki vissum við ekki neitt. Þetta er tékkkerfið. Við skoðum hve margir mæta og ef það er ófullnægjandi að okkar mati þá sendum við út nafnalista.“

Mikilvægt að styrkja bólusetningu 12 mánaða

Hann telur hugsanlegt að foreldrar verði kærulausari varðandi bólusetningar þegar börnin eldast, enda sé athyglin á þeim mun meiri og öðruvísi fyrstu mánuðina. „Það kemur eitthvert los á þetta þegar börnin eldast. Við reynum að standa okkur en höfum áhyggjur af því ef þetta dettur niður. Það getur haft alvarlegar afleiðingar.“

Hann bendir á að tilgangur 12 mánaða bólusetningar sé að styrkja bæði 3 og 6 mánaða bólusetningarnar og því sé mjög mikilvægt fyrir börn að fá hana.

Það stendur því ekki til að breyta innköllunarkerfinu? „Nei, við reynum bara að hvetja fólk til að standa sig,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þó í síðustu viku að áætlanir væru í gangi um að fara betur yfir tölur um óbólusett börn í samvinnu við heilsgæsluna.

mbl.is

Innlent »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

Í gær, 21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

Í gær, 21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

Í gær, 21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

Í gær, 21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

Í gær, 20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

Í gær, 21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

Í gær, 21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

Í gær, 20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...