Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur og verðandi ljósmóðir stendur vaktina ...
Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur og verðandi ljósmóðir stendur vaktina á Landspítalanum milli þess sem hún málar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir.

„Þegar ég var lítil sótti ég eitt sumarið frístundanámskeið í myndlist og ég valdi alltaf myndlist í vali í skóla ef ég gat en það var aldrei neitt meira en það hjá mér. Áhuginn að mála vaknaði í raun ekki fyrr en ég var komin í hjúkrunarfræðinám og þá kannski fyrst og fremst til að hjálpa mér í gegnum prófin eða svona til að byrja með,“ segir hún en hjúkrunarfræði, líkt og allt nám í heilbrigðisvísindum, er mjög krefjandi og getur tekið bæði á líkama og sál.

„Þegar ég var alveg að gefast upp á svokölluðum numerus clausus í upphafi námsins lofaði ég sjálfri mér að ég myndi mála mynd að yfirstaðinni próftörn. Eitthvað sem ég gæti þá gefið mér tíma í og gert fyrir sjálfa mig.“

Í kjölfarið segir Inga María að hún hafi sett upp auðan striga sem varð henni hvatning, eins konar gulrót, sem kom henni í gegnum próftörnina.

„Þetta komst svo upp í hefð hjá mér að mála mynd í hvert skipti sem ég kláraði önn í náminu,“ segir hún og tekur það jafnframt fram að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi tekið sig til og málað, en af myndunum hennar að dæma mætti ætla að hún hafi málað myndir alla sína ævi.

Inga María seldi málverk til að fjármagna Kambódíuferð.
Inga María seldi málverk til að fjármagna Kambódíuferð.


Inga María er hógvær og segist ekki hafa mikla teiknihæfileika heldur skapi hún það sem er á striganum eftir ljósmyndum annarra.

„Ég get ekki sagt að ég hafi hugmyndaflugið eða hæfileikann til að mála hvað sem kemur upp í kollinn á mér. Þetta eru myndir sem ég mála eftir ljósmyndum og reyni því bara að herma eftir því sem ég sé á ljósmyndinni,“ segir Inga María en hún hélt fyrir tveimur árum myndlistarsýningu til styrktar mannúðarmálum.

„Mér finnst óþægilegt að vera að selja verkin mín því ég er ekki alveg með höfundarréttinn á hreinu. Þetta er málað eftir ljósmyndum annarra en þar sem verkin voru seld til góðgerðarstarfs lét ég verða af því að halda sýningu.“

Verkin hennar seldust mjög vel og safnaði hún nokkur hundruð þúsund krónum til að kosta ferð sína sem hún fór í ásamt vinkonum sínum í náminu til Kambódíu þar sem þær sinntu hjálparstarfi.

„Það var mjög áhugaverð lífsreynsla og við fengum að kynnast allt öðrum menningarheimi. Ég hefði kannski viljað geta gert meira gagn úti en þetta var góður skóli í því hvernig koma skal að ólíkum aðstæðum og gera gagn.“

Vissi snemma hvað hún vildi

Íslenska náttúran er eitt af viðfangsefnum Ingu Maríu.
Íslenska náttúran er eitt af viðfangsefnum Ingu Maríu.


Inga María hefur alltaf vitað hvað hún vildi gera í lífinu og að loknu hjúkrunarfræðinámi árið 2016 sótti hún strax um að komast inn í ljósmæðranámið en aðeins 10 nemar eru teknir inn í námið á hverju ári.

„Ætli það sé ekki reynsla mín í gegnum lífið sem hefur leitt mig á þessa braut. Foreldrar mínir misstu tvíbura þegar móðir mín var mjög langt gengin og síðan var ég óvart viðstödd fæðingu bróður míns, sem er tólf ára í dag. Þá vissi ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að verða,“ segir hún og bætir því við að fæðing sé oftast ein mesta gleðistund í lífi fólks. „Þetta getur líka verið mjög erfitt og ég vil vera til staðar fyrir konur og eftir atvikum maka þeirra á þessum tímapunkti í lífinu.“

Ljósmóðir er að hennar sögn oftast fyrsta snerting barnshafandi kvenna við heilbrigðiskerfið en ljósmæður sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og allt að tveimur vikum eftir fæðingu.

„Þá er alltaf ljósmóðir viðstödd fæðingu en síðan er eftir atvikum læknir viðstaddur ef eitthvað óvænt kemur upp á eða talin þörf á.“

Það sem skiptir Ingu Maríu mestu máli er að vera með og sinna sínum sjúklingum.

Málar og skrifar

Inga María sækir innblástur víða, m.a. í hugarheim J. R. ...
Inga María sækir innblástur víða, m.a. í hugarheim J. R. R. Tolkien.


Spurð hvernig hún fái hugmyndir að málverkum sínum og hvenær henni gefst færi á að mála þegar hún er í fullu ljósmæðranámi og að taka vaktir sem hjúkrunarfræðingur segir hún listina vera hálfgerða hvatvísishugmynd.

„Ég fæ oft þörf fyrir að mála eitthvað og ef ég er í fríi daginn eftir eða á kvöldvakt byggist oft upp svona tilhlökkun yfir daginn og ég byrja þá að mála um kvöldið. En stundum reyni ég að mála en ekkert gerist og það eina sem kemur frá mér er bara eitthvað hræðilegt. Einhverra hluta vegna verð ég bara að komast í gírinn,“ segir Inga María og viðurkennir að hún noti listina til að kúpla sig út eftir langan vinnudag.

„Þegar ég er búin að vera alveg á fullu í nokkra daga fæ ég stundum þessa hugdettu; að nú þurfi ég að mála mynd. Ég mála þá oftast á kvöldin og nóttunni enda get ég ekki málað um hábjartan dag og verið að svara í símann eða eitthvað álíka. Þetta verður að gerast í næði,“ segir hún og bendir jafnframt á að hún noti ritlistina einnig til að fá útrás fyrir sköpunargleði sína.

„Síðastliðið ár hef ég skrifað pistla inn á Rómur.is þar sem ég hef fengið tækifæri til að setja á blað vangaveltur mínar um málefni líðandi stundar og hugleiðingar mínar um lífið og tilveruna.“

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Erro
...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...