Þurfum að hætta að breyta nemendum

Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni.
Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gengur ekki að við séum að byggja upp tvö ólík skólakerfi, annars vegar almennt skólakerfi og hins vegar sérkennslu. Við þurfum að byggja skólann upp sem heild,“ segir Edda Óskarsdóttir. Þetta kemur fram í doktorsritgerð hennar um nám án aðgreiningar sem hún varði nýlega við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Skipulag stuðnings í skóla án aðgreiningar: fagleg sjálfsrýni.  

Edda bendir á að hverjum bekk tilheyri fjölbreyttur hópur nemenda og til að nám og kennsla gangi upp þarf virkt samstarf milli kennara og þeirra sem eru með meiri sérþekkingu t.d. á sérkennslu til að gera nemendum kleift að ná árangri í skólanum. Þetta samstarf þarf ekki endilega að vera byggt á því að taka nemandann út úr kennslustofunni heldur þarf að skipuleggja kennsluna með þeim hætti að nemendur geti valið námsefni og námsaðferðir sem höfða til þeirra. „Í stað þess að kennarar skipuleggi eina leið fyrir meirihluta nemenda og eitthvað annað fyrir restina, þarf að hafa kennsluna eins og hlaðborð þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Edda.

Þarf að bæta umræðuna um nám án aðgreiningar

Í umræðunni um skóla án aðgreiningar gætir misskilnings, að mati Eddu. Í rannsóknum sínum komst hún að því ólíkur skilningur er lagður í hugtakið nám á aðgreiningar bæði milli starfsfólks og einnig foreldra og nemenda. Lítil umræða um skóla án aðgreiningar hefur farið fram innan veggja skólanna og hvað stefnan þýðir fyrir starf kennara og skipulag skóla, að mati Eddu.

Þessar niðurstöður Eddu eru samhljóma úttektar Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar á öll­um stig­um ís­lenska skóla­kerf­is­ins, þ.e.a.s. á leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigi, sem var unnin að ósk menntamálaráðuneytisins. Í henni kom meðal annars fram að skilgreina þarf betur hugtakið skóla án aðgreiningar.  

Innleiðing skóla án aðgreiningar hefur talsvert verið gagnrýnd. „Mér hefur fundist umræðan um stefnu um skóla án aðgreiningar oft hafa verið á þá leið að allt sem miður fer í skólum væri hægt að hengja á stefnuna en það er ekki þannig. Ég hef séð til margra kennara sem leysa þetta vel en þeirra starf fer ekki hátt,“ segir Edda. Hún tekur fram að vissulega megi margt betur fara en innleiðingarferlið taki tíma og allir þurfa að vera vakandi yfir því hvort ákvarðanir og stefnur sem teknar eru séu í takt við hugmyndafræðina.  

Samræmdur hugsunarháttur ríkjandi í menntakerfinu

Skóli án aðgreiningar er byggður hugmyndum um jafnræði og réttlæti en ekki á því að allir séu á sama stað á sama tíma að gera það sama. Stundum hentar nemanda að vera með samnemendum í bekknum að vinna verkefni, stundum hentar að fara annað í minni hóp. „Þetta snýst líka um að það er ekki alltaf sami nemandinn sem þarf að fara eitthvert annað og sú ákvörðun á ekki alltaf að koma utan frá heldur á nemandinn að hafa þar ákvörðunarrétt,“ segir Edda.

Í þessu samhengi bendir hún á að samræmd hugsun sé ríkjandi í skólakerfinu og nefnir samræmd próf í grunnskólum máli sínu til stuðnings. Hún segir að þau stríði í raun gegn þeim áherslum aðalnámskrár grunnskólanna að útskrifa fólk sem býr yfir ákveðinni hæfni, lykilhæfni sem er byggð á grunnþáttum menntunar. Hæfninni er skipt niður í fimm liði eins og t.d. að geta tjáð hugsanir sínar, borið ábyrgð á námi sínu o.fl.   

„Það er gert ráð fyrir að við útskrifum hæft fólk. Kennslan á ekki að ganga út á að fylla fólk af staðreyndum. Heimurinn er öðruvísi. Við erum með alls konar nemendur í skólanum með fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn, sumir eru tvítyngdir eða kunna fleiri tungumál. Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“

Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott ...
Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þurfum að búa til lærdómsumhverfi

Edda hefur enn staðfastari trú á stefnunni um skóla án aðgreiningar eftir að hafa lokið við doktorsritgerðina en áður en hún byrjaði. Edda er sérkennari að mennt og starfaði sem kennari, sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu frá 1993 til 2014. Hún taldi upphaflega mikilvægt að standa vörð um stoðþjónustuna en vill nú leggja ríkari áherslu á samstarf milli kennara og sérkennara og ábyrgð þeirra gagnvart nemendum.

„Við þurfum að styðja betur við kennara og búa til lærdómsumhverfi þar sem sérkennarar og kennarar nýta og deila betur þekkingu sinni sín á milli,“ segir Edda. Hún er bjartsýn á framtíðina og telur að við séum á réttri leið en það megi ekki sofna á verðinum heldur halda áfram. 

Hún er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild sinni, og sé í raun eina færa leiðin áfram ef við viljum búa í samfélagi sem er án aðgreiningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...