Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

Úrkomuspáin klukkan 22 í kvöld.
Úrkomuspáin klukkan 22 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

Minnkandi sunnanátt er spáð í dag með vætu, en þurrt á Norðurlandi fram á kvöld. Gengur í suðaustan 13-18 m/s á austanverðu landinu í kvöld með mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. 

Hæg vestlæg átt og dálitlar skúrir vestan til á morgun. Áfram stíf sunnanátt og mikil rigning um landið suðaustanvert, en dregur heldur úr rigningu þar síðdegis á morgun. 
Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert