Munu krefjast frestunar réttaráhrifa

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Ófeigur

„Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Hann vísar til þess samkomulags sem náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá verða nokkur frumvörp í dag meðal annars frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. 

Magnús segir að krafist verður frestunar réttaráhrifa á úrskurði sem féll í gær en kær­u­nefnd út­lend­inga­mála staðfesti ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar um að fjöl­skyld­an skuli yf­ir­gefa landið. Það var gert þrátt fyr­ir að yf­ir­lækn­ir á geðdeild Land­spít­al­ans telji að brott­vís­un­in geti „valdið Mercy og fjöl­skyldu henn­ar óaft­ur­kræfu tjóni“. Þeim er gert að yfirgefa landið á næstu 30 dögum.

Magnús hefur ekki náð að kynna sér frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Hann bindur vonir við að ef það nái fram að ganga muni það breyta stöðu fjölskyldunnar til hins betra sem og annarra barnafjölskyldna í sömu stöðu.  

Magnús Davíð Norðdahl er lögmaður fjölskyldunnar.
Magnús Davíð Norðdahl er lögmaður fjölskyldunnar. Ljósmynd/aðsent

„Í þessu máli munum við grípa til allra þeirra úrræða sem eru í boði,” segir Magnús. Þau úrræði eru meðal annars að krefjast frestunar réttaráhrifa, bera málið undir dómstóla, fara fram á endurupptöku málsins sé tilefni til þess o.frv.

Mercy Ky­eremeh og drengj­um henn­ar þrem­ur, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fæddu barni, var í gær gef­inn 30 daga frest­ur til að yf­ir­gefa landið. Staða fjöl­skyld­unn­ar er afar viðkvæm enda liggja fyr­ir gögn þess efn­is að móðir barn­anna sé í mik­illi sjálfs­vígs­hættu. Hún hafi fyrr á ár­inu verið lögð inn á geðdeild Land­spít­ala þess vegna.

Fjölskyldan hefur búið hér í tvö ár og hefur komið sér fyrir. Eldri börn­in tvö eru far­in að tala ís­lensku og eru á leik­skóla.

Uppfært kl. 13:20:

Eftir að Magnús kynnti sér frumvarp um breytingar á útlendingalögum mun fjöl­skyld­an frá Gana geta sótt um end­urupp­töku máls­ins hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála verði frum­varpið að lög­um. Hann bendir einnig á að sú staða sé uppi að hægt væri að sækja um end­urupp­töku máls­ins óháð af­drif­um frum­varps­ins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert