Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

Ljósmynd/Norwegian

Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna.

Hann segir aðspurður erfitt að fullyrða hvort aukin samkeppni vegna þessa muni koma niður á íslensku flugfélögunum.

Norwegian hefur uppi mikil áform um hraðan vöxt og hefur til dæmis pantað 250 farþegaþotur. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir upplýsingafulltrúi Wow Air innkomu Norwegian UK í Bandaríkjaflugið ekki auka þrýsting á verð meira en verið hefur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert