Segir styttinguna bitna á tungumálakennslu

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, telur máltækni mikilvæga við varðveislu íslenskunnar. ...
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, telur máltækni mikilvæga við varðveislu íslenskunnar. Evrópski tungumáladagurinn er í dag. mbl.is/Golli

Máltækninni, sem er samvinna tungumáls og tölvutækni þar sem m.a. er hægt að stjórna tækjum og tólum með því að tala til þeirra, má líkja við prentbyltinguna. Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.

„Prentun er ein tegund varðveislu og það er stafræna tæknin líka. Með því að leggja áherslu á íslenska máltækni gerum við allt sem er í okkar valdi til að varðveita þær gersemar sem íslensk tunga er,“ segir Vigdís í viðtali í Morgunblaðinu.

Evrópski tungumáladagurinn er í dag og af því tilefni verður málþing í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem rætt verður um kennslu erlendra tungumála.

Áskorun að börn á flótta fái að viðhalda móðurmáli sínu

Vigdís segir að á alþjóðavettvangi sé mikið rætt um tungumálakennslu. Ein áskorunin á því sviði sé að börn á flótta fái að viðhalda móðurmáli sínu á sama tíma og þau tileinki sér tungumálið sem talað er í nýjum heimkynnum.

Hún segir miður að ekki sé nægileg áhersla lögð á önnur erlend tungumál en ensku í grunn- og framhaldsskólum og segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. „Við Íslendingar höfum einfaldlega ekki ráð á að þrengja að tungumálakennslu.“ 

Núna séu t.d. milljónir manna á flótta undan átökum og stríði, talsverður hluti þeirra sé börn og huga þurfi að því að þau fái að viðhalda móðurmáli sínu á sama tíma og þau tileinki sér tungumálið sem talað er í nýjum heimkynnum. „Ótal rannsóknir sýna að það er vænlegast að börn, sem eru byrjuð að tala tungumál heimalands síns, séu studd til að viðhalda því. Ég hef persónulega reynslu af þessu, því ég á vini sem komu hingað til lands frá Þýskalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina sem tala skínandi góða íslensku en tókst jafnframt að viðhalda móðurmáli sínu. Þegar við bjóðum fólk velkomið til okkar eigum við að bera virðingu fyrir þeirra tungumáli. Við þyrftum að gera gangskör að þessu,“ segir Vigdís.

Öll tungumál styrkja hvert annað

Að standa vörð um íslenskuna hefur löngum verið Vigdísi hugleikið og hún segir að áhersla á málvernd styðji vel við að leggja áherslu á kennslu erlendra tungumála. „Öll tungumál styrkja hvert annað. Við, þessi fámenna þjóð, verðum allar stundir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um einstakt og orðríkt tungumál okkar. En á sama tíma verðum við auðvitað að geta umgengist heiminn með tungumálum annarra þjóða.“

Vigdís segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Nemendur eru sennilega ekki búnir að átta sig á því ennþá, það er svo stutt liðið síðan námstíminn var styttur. En þegar þeir ljúka stúdentsprófi og fara utan að læra gætu margir skynjað að þeir hafi ekki fengið nægilega undirstöðu. Við Íslendingar höfum einfaldlega ekki ráð á að þrengja að tungumálakennslu.“

Veröld - hús Vigdísar.
Veröld - hús Vigdísar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Vigdís segir miður að ekki sé nægileg áhersla lögð á önnur erlend tungumál en ensku í grunn- og framhaldsskólum. „Það er mikill misskilningur að alls staðar sé hægt að koma sér áfram með því að kunna sæmilega ensku. Enska er ekki sá aðgöngumiði að heiminum sem margir halda. Það er okkur auðvitað nauðsynlegt að kunna ensku, en það er ekki síður nauðsynlegt að kunna önnur tungumál. Einsleitni getur aldrei verið af hinu góða.“

Talið berst að dönskukennslu í grunnskólum og því að fyrir nokkrum árum var dregið þar úr vægi dönskunnar og ensku þá gert hærra undir höfði. „Að mínu mati er börnnum ekki kennd danska á réttum tíma,“ segir Vigdís. „Það á að kenna þeim þetta gagnlega tungumál fyrir okkur Norðurlandabúa fyrr, áður en þau fara að velta því mikið fyrir sér hvort það sé gagnlegt að læra dönsku eða ekki. Við eigum vissulega að kenna börnunum okkar Norðurlandamálin og ég hef heyrt fjölmargt ungt fólk segjast sjá eftir því að hafa ekki lagt meiri rækt við dönskuna.“

 Viðtalið við Vigdísi má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...