Sigmundur: „sjanghæjaður“ í viðtal

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og stofnandi Miðflokksins, sagði að fjölmargir gamlir félegar hans úr Framsókn hefðu lýst yfir stuðningi við hann og nýstofnaðan flokkinn.

Sigmundur ræddi kosningarnar fram undan og fleiri mál í Kastljósi á RÚV í kvöld.

Formenn margra félaga í flokknum og mjög margir áhrifamenn í flokknum hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við okkur,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum sýndist helmingur nýju flokksmannanna koma úr Framsókn.

„Helmingur hefur trú á því sem við erum að gera og vill vera með.“

Nýstofnaður flokkur hans, Miðflokkurinn, mældist stærri en Framsóknarflokkurinn í könnun MMR sem birt var í dag. Miðflokkurinn mælist með 7,3% fylgi en Framsókn með 6,4% fylgi.

Sigmundur var ekki ánægður þegar hann var spurður út í Wintris-málið – þegar hann hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í fyrravor. Hann sagðist hafa verið boðaður í Kastljós til að ræða flokkinn og komandi kosningabaráttu.

Er þetta það sem kallast að vera sjanghæjaður í viðtal?

Sigmundur kvaðst auðvitað vilja vera í ríkisstjórn, þó að það yrði að vera á málefnalegum grundvelli. Hann var spurður hvort hann nennti að vera í stjórnarandstöðu eða nennti að vera í stjórnmálum á meðan „allt dynur á honum,“ sagði spyrill og vitnaði í orð Sigmundar um ástandið eftir Wintris-málið.

Ég er ánægður með að þú hafir húmor fyrir öllu. Þetta verður að vera gaman og ég hef gaman að þessu. Maður reynir að gera það besta úr hverri stöðu,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert